Vetur

Í gær vorum við á leið heim frá Sólvöllum og þá komum við við á bensínstöð Statoil og keyptum vökva á rúðupissið. Ég las af miklum vísdómi upplýsingar á ólíkum brúsum og að lokum valdi ég 1,5 liters brúsa og ef ég blandaði til helminga mundi vökvinn þola 16 stiga frost. Svo blandaði ég með vatni til helminga og svo bætti ég svolítið meira vatni í þar sem ég fann á mér að það var ekkert 16 stiga frost í vændum. Að lokum giskaði ég á að vökvinn mundi þola 12-14 stig og leið vel með að vera forsjáll maður. Í morgun klukkan átta þegar ég kom fram var frostið 18 stig. Núna klukkan hálf ellefu er frostið 17 stig og ég þarf að bæta um betur á rúðupissinu.

Nú er kominn tími til að aka til Vornes og vinna fyrir einhverju nauðsynlegu. Sólin er byrjuð að senda geisla sína á Suðurbæjarskóginn og væntanlega mun hlýna eitthvað í dag en í fyrramálið má gera ráð fyrir svipuðu hitastigi og var hér kl átta.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0