Það mjakast

Hér eru fjórar myndir úr byggingasögu sveitasetursins Sólvalla (naumast grobbið). Texti er undir hverri mynd.


Það eru tíu mánuðir síðan þessi mynd var tekin og þá gistu Rósa og Pétur á Sólvöllum. Að kvöldi byrjuðum við að smíða þetta borð og svo héldu þau áfram en við Valdís fórum heim. Þegar við komum á Sólvelli um morguninn var borðið tilbúið og þau ánægð með gott verk. Þetta borð er búið að gera mikið gagn enda náðist af því upp í mæni. Svo var alveg rosalega gott að geyma allt mögulegt á þessu borði og það var engin hætta á að smiðurinn ég dytti úr tröppu eða stiga. Borðið stóð vel fyrir sínu.



Þessi mynd er tekin sama dag og myndin af borðinu var tekin og sýnir að hér er bara verið að byrja verk. Reyndar er enn verið að rífa innan úr þakinu yfir gamla húsinu.



Nú eru nýir tímar og borðið er búið að þjóna vel og Valdís beitir hvatvíslega á það kúbeini. Nú er búið að jafna þennan þarfa þjón við jörðu ef svo mætti segja. En -hver einasta spýta og plata úr því er geymd á vísum stað ef við skyldum vilja nota það við frekari byggingarframkvæmdir. Hveir veit hverju við getum tekið upp á.



Að lokum; þessi mynd er tekin af svipuðum stað og næst fyrsta myndin þar sem sér upp í hrátt þakið. Mér leiðist ekki þegar ég ber þessar tvær myndir saman. Í dag var líka opnað dyraopið inn í gamla húsið. Á myndinni sést hvar þetta dyraop á að koma. Það var heldur ekki leiðinlegt þegar gamla spónaplatan losnaði og við sáum á milli gamla og nýja hlutans. Það eru bara farnar að vera vegalengdir í Sólvallahúsinu. Það er svalahúrð á þessu herbergi líka og hana höfum við notað fram að þessu til að komast út og inn í þetta herbergi.

Það er vestan andvari og væta í lofti. Þessi júní er sá kaldasti í Svíþjóð í afar mörg ár en í maí voru sumarhlýindi. Þegar líður á vikuna (en nú er sunnudagur 14. júní) er svo spáð hlýnandi veðri á ný. Við íslendingarnir erum svo sem ekkert krumpnir vegna þessa veðurs. Við höfum lifað kaldari júnímánuð en við erum að upplífa núna Landið er óvenju grænt vil ég segja og þegar hlýnar hlýtur að verða einmuna fallegt.


Kommentarer
Rósa

já, þetta borð er búið að gera það gott.



kveðja,



r

2009-06-15 @ 15:30:48
Guðjón

Þetta hefur bara verið allra þarfasti þjónninn fyrir okkur.



Kveðja,



G

2009-06-15 @ 18:44:40
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0