Að sjúkraskrifa

Sjúkraskriftina sem ég setti á mig um hádegi í gær rauf ég seinni partinn í dag. Ástæðurnar voru tvær. Annars vegar var Óli lokbrá hér svo mikið í nótt að við sváfum heila níu tíma. Svo var annað að ég var að vinna óþrifalegt verk og vildi klára það og fara svo í sturtu og skola af mér miklu af pússryki. Nú er það búið og sjúkraskriftin frá í gær er gengin í gildi á ný. Það er þjóðhátíðardagur í dag en ég hef samt verið í málningarvinnu. Valdís hefur verið með rafmagnsorfið á lofti og snyrt kringum okkur og svo hefur hún verið í kringum mig að koma reiðu á óreiðuna sem alltaf skapast milli áfanga hjá mér.

Maður niður í Smálöndum spjallaði við mig í gær og talaði um mikla rigningu þar niðurfrá. Ég sagði honum að okkur vantaði rigningu og hann brást vel við og sagðist skyldi senda nóg af rigningu hingað. Hann vildi fá sól. Hún verður komin til þín í fyrramálið sagði hann í gærkvöldi. Núna um níu leytið í kvöld kom svo þessi vel þegna rigning en það hefur þó ekki rignt nema þrjá millimetra ennþá. Við vonum það besta og að það verði dásamlegur gróðrarilmur sem berst inn þegar við opnum út í fyrramálið. Að þeim orðum skrifuðum lýk ég þessu og segi góða nótt.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0