Að vinna á ný

Hann Anders rafvirki var á Sólvöllum í dag og árangurinn var innstungur, rofar, dimmir, útiljós, ofnar og frágengnar tengidósir. Hann er röskur kall Anders. Hann er bara svona kall eins og ég, 64 ára og nálgast ellilífeyri. Sólvellir eru eitt af seinustu verkunum hans eða þannig að hann byrjar ekki á nýjum verkefnum hér eftir. Honum fannst í dag að við íslendingarnir værum ansi glaðir á innstungur en hann fékk þá skýringu á fyrirbærinu að okkur íslendingum væri illa við liggjandi snúrur um allt. Eitthvað hef ég talað um Anders áður en til að ljúka kynningunni á honum, þá vil ég segja frá samtali þegar við töluðum um ellilífeyri. Hann sagði að konan hans hefði oft talað um að hún mundi fá svo lítinn ellilífeyri þar sem hún hefði verið svo mikið heima og oftast unnið aðeins hálft starf. Svo sagði Anders; en ég hef svo oft sagt henni það að ellilífeyrinn minn og ellilífeyrinn hennar, það eru peningarnir okkar og svo engar áhyggjur af því meir. Mér fannst þetta voða sætt sagt af honum.

Í dag gleymdi ég því ekki að ég er 30 % sjúkraskrifaður af sjálfum mér. En mér fannst nú pínulítið að ég væri svo góður í fótunum þegar leið á daginn að ég gæti alveg haldið áfram. Hins vegar gerði ég mér grein fyrir því að ég væri góður í fótunum vegna þess að ég hefði farið betur með mig. Svo leit ég bara yfir árangur dagsins og svo var störfum lokið. Frá Sólvöllum langaði mig ekki. Helst hefði ég viljað fá mér stóran bolla af tei og stóra jólaköku, setjast síðan út á veröndina og hlusta á kyrrðina og gróðurinn vaxa, svo ég nú tali ekki um að vera með öllu þessu græna þegar kvöldaði. En það er ekki til setunnar boðið því á morgun um tíu leytið fer ég í vinnu og er þar með byrjuð all hörð vinnutörn sem stendur fram til ágústloka, þó með tveimur níu daga fríum auk að sjálfsögðu venjulegra frídaga.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir frá erli dagsins


Tveir bitar í herbergisloftinu voru farnir að stinga í augu þar sem ekkert hafði verið borið á þá. Nú eru þeir búnir að fá fyrri umferð að málningu sem er sérstaklegas gerð fyrir óheflaðan við og það var nú ansans munur.


Hún slær ekki slöku við þessi kona. Þegar batteríið í rafmagnsorfinu hennar er orðið full hlaðið er hún komin í gang á ný. Það er gott að fjarlægja svona óræktargróður frá húsinu því að óvelkomnir gestir fjarlægjast þá að sama skapi. (má þar nefna slöngur og mýs sem eru þó alls ekki ljót dýr en óvinsæl undir rúmum)


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0