Alparós og áfangar

Í kvöld stóð til að birta myndir frá Sólvöllum og fara nokkrum vel völdum orðum um lífið í sveitinni. Þetta var í fyrsta skipti sem við hlöðum myndum inn á Sólvallatölvuna sem er ferðatölva. Þar með stóðum við hjónin frammi fyrir ótal tæknilegum spurningum og vandamálum að leysa. Tíminn rann áfram miskunnarlaust eins og stórfljót sem leitar til sjávar. Loksins voru myndirnar komnar á sinn stað í Mínar myndir og þá átti að setja nokkrar myndir inn á Flickr. Þá byrjuðu tæknilegu atriðin að hlaðast upp á ný og þau leystust ekki. Að lokum ákváðum við hætta við Flickr en setja hins vegar myndir á bloggið mitt eins og alltaf stóð til. Þar með ætlaði ég að grípa til andagiftarinnar en -öll andagift var brunnin upp þennan daginn. En tvær myndir skyldu það þó verða. En viti menn! tæknin glotti enn á ný og nú verða engar myndir á blogginu mínu heldur þennan daginn.

Önnur myndin sem birta átti er af alparósinni okkar sem stendur norðan við húsið og skartar ótölulegum fjölda af blómum. Þessi alparós er þriggja metra há og um fjögurra metra breið svo að það rúmast á henni mikill, mikill fjöldi lillablárra blóma.

Hin myndin er af glugga í svefnherginu þar sem búið er að ganga frá áfellum, sólbekk og gereftum. Þó að tæknivinnan hafi mjög ögrandi á þessu kvöldi þá get ég ekki annað en sagt gaman, gaman. Einum áfanga er náð enn einu sinni.


Kommentarer
Rósa

Voðalega er tölvan eitthvað vond við þig að hjálpa þér ekkert með myndirnar! Og duglegur þú að klára gluggana!



Kveðja,



R

2009-06-05 @ 13:50:00
Guðjón

Já, þetta gengur ágætlega

2009-06-05 @ 20:41:25
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0