Fallegir dagar

Ég vann við málningu á Sólvöllum í dag. Valdís hins vegar saumaði út, prjónaði og sá mér fyrir mat sem gerir mér mögulegt að halda áfram. Ég var að mála glugga- og dyrakistur ásamt gereftum og notaði olíumálningu. Ekki get ég sagt að ilmurinn hafi verið indæll, heldur að mér hafi verið hálf óglatt. Hins vegar var árangurinn alveg með ágætum og mér fannst þessi áfangi vera í meira lagi stór. Við skruppum heim þar sem Valdís ætlaði á tónleika í kirkjunni og svo þurftum við að kaupa smávegis þar sem rafvirkinn ætlar að koma á morgun. Þegar heim var komið var ég þreyttur og næstum önugur innra með mér og sá ekki alveg tilganginn í öllu umstangi okkar. Svo gerði ég klárt að elda mat sem átti að vera tilbúinn þegar Valdís kæmi heim úr kirkjunni. Því næst hlóð ég myndum inn á tölvuna, myndum sem teknar hafa verið á nokkrum síðustu dögum. Þegar ég fór að skoða þessar myndir breyttist allt. Oj, oj, oj, þarna kom bara hver myndin annarri magnaðri. Sólvellir urðu allt í einu eitthvað meira meiri háttar en mér hefur fundist lengi og ólundin rauk út í veður og vind. Gaman, gaman. Ég valdi myndir til að setja inn á bloggið og fannst sem ég yrði að velja margar, margar myndir en endaði þó á þremur sem eru hér fyrir neðan. Svo sauð ég kartöflur og norskan lax og svo kom Valdís úr kirkjunni og við borðuðum.

Eitt enn gerði ég meðan ég var heima. Ég tíndi fram alla launamiða sem tilheyra þeim greiðslum sem ég fæ í Svíþjóð. Ég nefnilega þarf að senda tryggingarstofnun tekjuupplýsingar vegna umsóknar um ellilífeyri frá íslandi. Svona þykir mér leiðinlegt en það er ljómandi gott þegar það hefur verið gert. Umsókn um ellilífeyri frá Íslandi barst tryggingastofnun eftir miðjan mars og er enn í vinnslu og verður sýnist mér eitthvað áfram. En ég segi Valdísi að mér liggi ekkert á því að við höfum nóga peninga. Svolítil mannalæti, en þó að ég eigi þegar að vera farinn að fá greiðslur, þá veit ég að ég fæ greitt til baka samkvæmt öllum reglum og réttlæti

En nú skil ég ekki hvað ég er eiginlega að nudda út af þessu með eillilífeyrinn. Ég ætla að snúa mér að því að setja texta við myndirnar.


Þessi mynd af útsýninu til vesturs frá Sólvöllum. Hún er birt oft á ári, bæði í
blogginu mínu og í myndunum hennar Valdísar. Okkur finnst þetta útsýni
vera ríkidómur. Og svo fékk úrkomumælirinn að vera með.


Við erum stolt af þessari alparós. Ég gekk hringinn i kringum hana í dag og
Svo taldi ég blómin á örlitlu svæði hérna megin en gafst fljótt upp. Síðan
giskaði ég á að blómin væru milli 500 og 1000. Reynið ekki að telja þar sem
það sem virðist vera eitt blóm á myndinni getur verið mörg. Hæðina á alpa-
rósinni getið þið áætlað þar sem Valdís er 170 sm há.


Voða voru gluggarnir ásamt umbúnaði fínir. Ég kannski lýsi ekki af gleði á
myndinni en ég var mikið ánægður.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0