Gestakoma á Sólvöllum

Það eru gestir á Sólvöllum. Það er mest þegar gestir koma þangað sem grillið er tekið fram og hér eru myndir frá einum slíkum degi. Það þarf enga skýringatexta við myndirnar annað en að þarna eru Rósa og Pétur á ferð í síðdegissólinni á Sólvöllum.







Kommentarer
brynja

Elsku Gudjon minn og Valdis okkar, oskaplega höfum vid verid löt ad lata i okkur heyra. En vid hugsum thvi oftar til ykkar med hlyhug og söknudi, vonandi hefur thad borist med vindinum. Vid höfum verid svo oskaplega upptekin, annrikid hefur verid mjög mikid, skoli og fyrirhugadir flutningar. En audvitad rettlaetir thad ekki ad madur sendi ekki linu eda taki upp tolid, vid Valur erum reyndar svo litlar simamanneskjur ef ut i thad er farid. Thad er audvitad tregi i okkur, ad kvedja Sverige, einhvernveginn tho vid höfum ekki hist oft tha var gott ad vita af ykkur allavega i sama landinu, su nalaegd skipti mali. Og ekki komumst vid heldur til Örebro eins og radgert var en gestagangurinn var svo mikill hja okkur fra mai til juniloka ad vid gleymdum sjalfum okkur. Elsku vinirnir vid munum sakna ykkar en tack och lov verdur haegt ad vera i sambandi her i netheimum, vid hlökkum til ad koma i heimsokn a solvelli. Kossar, fadmlög og vaentumthykja.

2009-07-05 @ 19:58:19
Guðjón

Brynja mín! Við höfum ekki haft meira samband við ykkur en þið við okkur svo að það er afar jafnt á komið með okkur. Hins vegar höfum við lesið bloggið ykkar þó að við höfum ekki kommenterad það. Það er mesta synd að þið eruð að flytja til baka en nú er ekkert meira um það að segja, gámurinn er farinn. Þá er bara að óska ykkur alls hins besta á Akureyri og berið kveðjur okkar til fólks sem kannast við okkur. Ég kem til með að skrifa einhvers konar eftirmála eftir veru ykkar í Örebro en það verður varla fyrr en eftir að ég kem úr aðgerð og þá verður nú flug á máli mínu skaltu vita.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-07-06 @ 23:30:08
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0