Fréttir frá Íslandi

Fyrir nokkrum dögum var sagt frá í fréttatímum og á textavarpi að yfirgnæfandi líkur væru á mikilli olíu á Drekasvæðinu. Talað var um að þetta væri áldeilis góður fengur fyrir hið krísherjaða land Ísland. Talað var um að þessi olía mundi endast í 40 ár og tekljur ríkisins af olíunni mundi nægja fyrir ríkisútgjöldum íslenska ríkisins í fleiri hundruð ár. Þessu voru sem sagt gerð góð og ítarleg skil.

Núna klukkan átta hófst hálftíma langur þáttur frá Íslandi. Þar var fjallað á hógværan hátt um ástæður fyrir því að svo fór sem fór. Engin dómhörð orð voru látin falla um fjármálahrunið en áhrifum þess á fólk og þjóð voru gerð skil. Talað var um möguleika íslensku þjóðarinnar á að ná sér upp úr áfallinu og að láta atburðina verða til góðs að lokum. Sagt var frá mjög góðri menntun þjóðarinnar og þeim möguleikum sem þessi góða menntun gæti gefið þjóðinni. Einnig var gerð grein fyrir íslenskum auðæfum bæði til lands og sjávar en þó ekki minnst á olíuna, enda hefur þessi þáttur líklega verði eldri en fréttirnar sem birtar voru um olíuna hér á dögunum. Lítillega var komið inn á það hvernig gerfiauðurinn gerði hluta fólks að dálitlum kjánum en þó var þátturinn mjög vingjarnlegur í garð íslendinga.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0