Um vorið

Í gærkvöldi skrifaði ég um bakslagið í vorkomunni en það eru nú samt ljósir punktar í tilverunni. Klukkan er hálf níu og hitamælirinn stendur í +3. Fimm daga spáin á textavarpinu segir síðan að í dag eigi að vera sex stiga hiti, á morgun átta, svo aftur átta, síðan tíu og svo aftur tíu stiga hiti og þá er kominn föstudagur. Hér eru stökkin ekki svo stór. Það er til dæmis ekki 15 stiga hiti einn daginn og frost og snjókoma daginn eftir. Fimm daga spáin er vorleg.

Hér um daginn gekk ég á milli húsa á Sólvöllum og þá allt í einu kom þetta sterka bylgjandi trommuhljóð innan úr skógi. Spætan komin í gang, hugsaði ég og þá auðvitað vaknaði líka vortilfinning. Það er eiginlega óhugsandi að ekki stærri fugl skuli geta framleitt þetta ótrúlega sterka hljóð. En viti menn; strax eftir þessu ótrúlega trommuhljóði var eins og annar fugl hálf trylltist og hljóðið í þeim fugli var ekki ólíkt hljóðinu í spóanum. Ég hef lesið mig til um það að ákveðin tegund spætukonu gefi frá sér þetta hljóð. Rétt á eftir kom fugl með miklum fyrirgangi út úr skóginum og lét mjög undarlega. Flaug beint upp með miklum hljóðum, stakk sér beint niður, settist eitt augnablik á grein, æddi af stað aftur með miklum hljóðum og ég hugsaði sem svo að blessuð spætukonan færi að fljúga aftur á bak líka. Ég var farinn að halda að ég yrði vitni að meiri háttar ástarævintýri þarna en allt í einu varð allt hljótt og sýningunni var lokið. Jahá, svo það var ekki meira en þetta. En sannleikurinn er sá að ég varð vitni að stóru ástarævintýri.

Það eru margar tegundir af spætum sem hafa ólíkt háttarlag. Eitt sinn sem oftar fór ég í gönguferð stutt frá vinnustað mínum Vornesi. Gönguleiðin er upplýst með all háum götuljósum og lamparnir eru flatir að ofan. Fleiri voru þarna á ferðinni merkti ég en enginn var í sjónmáli. Svo heyrði ég í nokkurri fjarlægð að einhver trommaði eins og barið væri á blikkplötu. Ég var alveg viss um að einhver væri nú bara sniðugur og í góðu skapi og gerði þetta sem leik. Kannski var það líka þannig því að allt í einu kom ég að ljósastaur og upp á lampanum sat spæta og notaði hann sem hljóðfæri. Ég sem hélt að spætur trommuðu bara á trjástofna.
Gröngöling; adult hona. Notera det helsvarta mustaschstrecket under ögat.
Þessi spætutegund heitir á sænsku gröngöling. Ein slík flaug á glugga hjá okkur á Sólvöllum og lét lífið.

Nú er kominn morgunverður á mínum bæ og svo er það sjúkraþjálfari fyrir okkur Valdísi bæði. Við ætlum að verða ung lengi, lengi enn.


Kommentarer
Rósa

Ja, það er loksins að þú ert kominn í gang með bloggið aftur. Ég var farin að hafa áhyggjur af þér!



Gott að þið ætlið að vera áfram ung. Það gleður mig.



Kveðja,



R

2009-03-30 @ 09:18:05


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0