Vasagangan

Þó að það væri sunnudagur vorum við bara nokkuð snemma á fótum í morgun. Það var nefnilega Vasaganga í dag og útsendingin hófst kl 7,30 að sænskum tíma. Ég man ekki betur en ég hafi bloggað um þetta líka í fyrra en nenni ekki að gá að því. Þátttakendurnir voru tæplega 15 000 frá ótal þjóðum nær og fjær. Árlega taka all mrgir íslendingar þátt í þessari göngu en hvernig sem á því stendur kemur aldrei neitt um þetta í íslenskum fjölmiðlum það best ég veit. Hafi ég rangt fyrir mér þá leiðrétti mig einhver. Í vetur sendi ég Boga Ágústssyni mail og kynnti mig auðvitað sem fyrrverandi fréttamann sjónvarpsins í Hrísey og minnti hann á heimsókn hans til Hríseyjar á sínum tíma þar sem við sátum ásamt eiginkonu hans í blíðskapar veðri sunnan undir þáverandi Ráðhúsi í Hrísey. Síðan talaði ég um Vasagönguna og lýsti undrun minni yfir því að þessi gríðarlegi íþróttaviðburður þar sem um 15 000 manns mæta til að taka þátt í 90 km skíðagöngu fengi enga umfjöllun í íslensku sjónvarpi. Bogi svaraði mér um tíu mínútum seinna og sagðist vel muna eftir heimsókninni til Hríseyjar. Hann sagðist mundi taka þetta upp með Vasagönguna en nú er margt annað að fjalla um eins og alþjóð veit. Hins vegar væri það kannski til að létta undir með fólki að senda út svo eftirtektarvert efni.

Ásóknin í þessa göngu er svo mikil að nú er farið að takmarka fjöldann. Það hafa verið allt að 17 000 þátttakendur í göngunni en það er bara of mikið. En ég veit um íslendinga sem voru snemma á fótum í morgun og horfðu á sænsku útsendinguna frá göngunni. Ég nefni engin nöfn fyrir utan að nefna mágkonu mína og svila í Garðabænum. Ég held bara að þeim hafi þótt mikið til um. Ég stal mynd úr Dagens Nyheter og nú fáum við að sjá hvernig mér tekst til með að stela. Ég hef nefnilega aldrei áður notað mynd á þennan hátt. Ef það verður bara texti sem kemur fram í blogginu, þá hefur mér ekki tekist ætlun mín. Myndin hér fyrir neðan er frá bænum Mora (Múra) í Dölunum þar sem göngunni lýkur. Þar sjáum við sigurvegarann, sænskan mann, og fallega Múrakonu sem kastaði kransi um hálsinn á honum rétt áður en hann gekk yfir sigurlínuna. Ef myndaþjófnaðurinn tekst vel kem ég til með að stela annarri mynd.
Daniel Tynell


Kommentarer
Anonym

ég fatta þetta ekki alveg. var ekki vasaloppet um síðustu helgi? ingigerður var allanaveganna uppi í mora. er stutta vasan aðra helgi en sú langa?



kveðja,



r

2009-03-01 @ 22:00:57
Guðjón

Já, í morgun var stóra Vasaloppet. Það er alls konar Vasalopp, halvvasan og tjejvasan. Þetta er stórmerkilegt og skemmtilegast kannski vegna þess að það eru bara ör örfáir sem taka þátt til að vinna en lang langflestir bara til að vera með.

2009-03-01 @ 22:54:33
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0