Vor, vor, vor

Nú líkar mér það, á morgun er spáð 7 stiga hita, síðan 10 svo 10 og að lokum 9 og það á að vera sól þrjá af þessum fjórum dögum. Ég held bara að það sé komið vor og það er ekki leiðinlegt. Það er farið að þorna um og lóðin á Sólvöllum sem var næstum bara stígvélatæk í gær var víða gangfær á skóm í dag. Já, það er munur að lifa þessa daga. Á morgun fer ég að vinna en ég get ekki neitað því að mér finnst varla að ég hafi tíma til þess. Hitt veit ég að þegar ég fer að borða morgunverð í fyrramálið fer ég bara að hlakka til að hitta alkana og enn glaðari verð ég þegar ég fera að borga reikningana síðar yfir að fá enn eina góða útborgun frá Vornesi.

Ég læt umræðu um framkvæmdir á Sólvöllum bíða betri tíma að öðru leyti en því að ég hef hugann oft út í skógi þessa dagana. Það er nú best að fara til Vingåker og sækja svo sem fjögur stór beyki, það er að segja fjögurra til fimm metra há tré. Mér finnst ég varla hafa tíma til þess frá byggingarvinnunni en skógur er bara svo mikilvægur. Eftir þriggja ára reynslu af þessum flutningum er helst að sjá að stærri trén hafi komið betur út eftir flutninginn en þau minni. Þegar ég held upp á 75 ára afmælið mitt verða stærstu beykitrén að nálgast tíu metra. Það verður ekki slæm veisla.

Í dag blés nokkra metra á sekúndu á Sólvöllum og nú tala ég um veður en ekki smíðar. Ég var að vinna í nýja svefnherberginu og ég veitti því athygli að það hafði lygnt. Síðan fór ég inn í gamla hlutann og þá varð ég var við að það hafði ekki lygnt. Hvað snerist þetta um? Jú, það snerist um vel byggt hús og nú er ég að montast, en þetta er samt alveg dagsatt.

Að svo búnu ætla ég að skrifa síðbúið afmæliskort til gamals granna og síðan er kominn tími til að undirbúa samveruna með honum Óla lokbrá.


Kommentarer
Rósa

Þetta er allt í lagi pabbi minn, þú mátt alveg montast. Herbergið er svakalega vel gert, nákvæmlega eins og E-type.



Kveðja,



R

2009-04-01 @ 08:42:39


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0