Alparós

Það var fallegur sumardagur í dag og það var síðasti dagur Guðnýjar og fjölskyldu í Svíþjóð að þessu sinni. Alparósin skartaði sínu fegursta í Borgargarðinum í Örebro og hvernig er hægt annað en hrífast af þessu snilldarverki skaparans. Eftir fáeina daga verður kraftaverkið líka frammi á Sólvöllum en þar er alparós sem er nokkuð á þriðja meter á hæð og ótölulegur fjöldi blóma er að búa sig undir að opnast. Þá verður gaman að birta mynd af alparósinni okkar


Alparós, alparós,

árla morguns þú vaknar

hrein og tær, huggað fær

hvern sem þráir og saknar.


Brostu við elskendum alparós

yndi söngs og ljóða

foldu á björt á brá,

blessaðu ættlandið góða

Þennan texta fann ég á netinu og ég vona að mér verði fyrirgefið að taka hann þar til birtingar með þessum myndum.



Kommentarer
Valgerður

Þvílík litadýrð, hvernig er ykkar aftur á litinn?

2009-06-03 @ 12:57:49
URL: http://viskave.is
Gudjon

Hún er lilla eitthvad og er alveg ad verda i hápunkti. Ég er í vinnunni.



Kvedja,

pabbi

2009-06-03 @ 13:06:44
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0