Fermingardagur

Ég sagði á feisbókinni í morgun að ég væri orðinn meyrari en ég var áður (þetta snýst ekki um háan aldur því ég er ekki gamall, bara að fullorðnast!). Ég verð að viðurkenna að mér varð hugsað til þess í Landakirkju í Vestmannaeyjum við fermingarguðsþjónustu í dag að þessir fallegu, eftirvæntingarfullu unglingar fengju það hlutverk að leysa mörg vandamál sem eru aleiðingar gerða okkar í dag. Fermingarathöfnin í Landakirkju í dag var mjög falleg. Falleg athöfn lokkar fram margar hugsanir. Í morgun gaf hún Valdís amma henni Guðdísi veggdúk sem í var saumað "trú, von og kærleikur". Í fyrra Kórintubréfinu kap. 13 vers 13 stendur: "En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." Þetta skrifaði Páll postuli fyrir tæpum 2000 árum. Það vantar mikinn kærleika í veröldinni. Rökhyggja, klókindi og fjármálavit hafa ekki leyst vandamál þessa heims. Kannski, vonandi, verða fermigarbörnin í Landakirkju í dag sú kynslóð sem eykur kærleika með mannkyninu. Þvíllíkt stórhlutverk væri það ekki í heimi sem er fátækur af kærleika og auðmýkt.

Þetta er að vísu uppstilling en alla vega fermingarmynd af Guðdísi barnabarni og Kristjáni
 presti. Hann sagði einhver vel valin orð þegar þau stilltu sér upp til myndatökunnar.


Eftir ferminguna var fermingarveisla. Hvílík veisla. Góður matur, gott fólk og gott ndrúmsloft. Það var austurlenskur matur gerður af austurlenskri konu, algjörum meistarakokk frá Tælandi. Hvar lærði hún sína matargerðarlist?
 Jú, hún lærði hana hjá mömmu. Valgerður og Jónatan sáu svo um eftirrétti sem koma til með að bætast undir belti mitt og væntanlega margra annarra. Ég hélt að við Valdís og hjónin Erla og Jón á Reyni í Mýrdal, sem einnig eru afi og amma fermingarbarnsins, yrðum aldursforsetar samkvæmisins. En nei. Við Valdís töpuðum með miklum mun. Alla vega fimm manns voru eldri en við og þeir yngstu voru börn, en samt sem áður fór allt fram í mildu bróðerni. Það ríkti bæði kærleikur og auðmýkt í fermigarveislunni, akkúrat eins og mundi vilja óska að ríktu í öllum manna samskiptum. Hafi ég rangt fyrir mér þá leiðrétti mig einhver.


Kommentarer
Valgerður

Falleg lýsing á góðum degi pabbi minn. Það er rétt að við höfum í gegnum árin verið svo gæfusöm að viða að okkur góðum vinum og kunningujum í viðbót við annars afburða ættinga. Þessu fóki söfnuðum við svo saman undir sama þak í dag og nutum samvista með þeim á degi tileinkuðum Guðdísi dóttur okkar. Hún var falleg og einlæg eins og hún er oft (þegar gelgjan sigrar ekki) og við nutum þess að vera saman. Nang (fósturmóðir unnustu Kristins) og eiginmaður hennar Einar (tengdapabbi Kristins) voru einstök í matseld og framreiðslu á réttum sem brögðuðust hver öðrum betur.

Þetta var ósk Guðdísar að hafa austurlenskan mat og það tókst svona líka einstaklega vel. Við kunnum öllum bestu þakkir fyrir þátttökuna.

Valgerður

2009-05-03 @ 00:06:08


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0