Gestirnir eru farnir

Gestirnir eru farnir og hversdagsleikinn tekinn við. Sumarið umvafði land og þjóð í mildum örmum sínum og það var bara að vera þakklátur og duglegur að taka við. Það var farið að þorna á Sólvöllum í dag og ég renndi vatni úr tuttugu og átta garðkönnum á gróðursetningar sem ég taldi vafasamt að væru búnar að fá nægjanlega rótfestu til að geta á eigin spýtur annast vatnsþörf sína. Þar á milli vann ég við gluggaáfellur en veðrið togaði og ég fann jafnan út að vatns væri þörf á fleiri og fleiri stöðum. Þannig gekk lífið í dag og grænu litirnir taka ennþá meira og meira yfir. Næstum ótölulegur fjöldi af hlyn teygir sig með ótrúlegum hraða móti sumarsólinni og þó að allt of margar plöntur keppi um lífið á Sólvöllum, þá á ég erfitt með að meina hlyninum að vaxa. Hins vegar get ég ekki annað sagt en að reyniviðurinn sé illgresi á Sólvöllum. Þetta lætur sjálfsagt undarlega í eyrum margra en einhverjar plöntur verða að víkja að lokum. Nú er mál að ég leggi mig á koddann og ég veit að draumalandið mun taka mig í arma sína fyrr en varir.


Kommentarer
Erla Jónatnsdóttir

hæhæ Afi hvað er að frétta?

Það er sól og gott í vestmanaeyjum og ég er nú bara að fara út kær kveðja.Erla barnabarn

2009-06-06 @ 16:17:23
Guðjón

Það er bara gott að frétta af okkur Erla mín. Það er þjóðhátíðardagur hér í dag en við erum bara á Sólvöllum. Svo vitum við að það er sjómannadagur á Íslandi. Gaman að heyra frá þér.

Með bestu kveðju frá afa og ömmu

2009-06-06 @ 22:39:58
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0