Guðný systir í Svíþjóð

Hún er mætt til Svíþjóðar með stóran hluta af fjölskyldunni hún systir mín frá Skagaströnd. Við urðum auðvitað að skoða höfuðstaðinn Stokkhólm á leiðinni heim frá Arlanda og það var best gert með því að fara upp í það sem heitir Kaknesturninn. Við reyndar litum inn hjá Rósu dóttur okkar í leiðinni en það versta var að þau hjón voru ekki heima, voru stödd suður í Lundi.

Kaknesturninn er 155 m hár og ætli veitingahúsið sem við fengum okkur kaffi í sé ekki í rúmlega 100 m hæð. Til að fyrirbyggja allt of mikinn hita frá sólinni eru rúðurnar þar klæddar örþunnri gullhimnu. Þaðan gefur að líta yfir skógi vaxina borg með mikið af sundum og eyjum og með samtals 1,7 til 1,8 miljónir íbúa. Sem sagt, einföld leið til að skoða staðinn. Hér fylgja þrjár myndir sem bara tala sínu máli.

Frá vinstri dóttirin Birna, Guðný systir mín, kallinn hennar Sveinn og dóttirin Björk


Kommentarer
Rósa

Var gott útsýni þegar þið voru í turninum?



Kveðja,



R

2009-05-28 @ 09:37:53
Guðjón

Allur Stokkhólmur lá fyrir fótum vorum!

2009-05-28 @ 10:13:21
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0