Heimkoma

Þá erum við kominn heim eftir Íslandsferð. Kröftugar skúrir hafa verið í dag hér í Miðsvíþjóð, hiti 10-14 stig og græni liturinn er alveg makalaust mikill. Alveg veltigrænt. Mig minnir að ég hafi einhvern tíma heyrt þetta orðað svo. Annars sá ég ekki eins vel og ég vildi þetta græna gróðrarhaf þar sem ég var ansi þreyttur. Það var þörf á rigningu sagði nágrannakona sem hafið lykil að íbúðinni meðan við vorum í burtu. Íslandsferðin var vel heppnuð en það var líka gott að koma heim. Á morgun förum við til Sólvalla, þessarar miðju alheimsins, en fyrst þarf að sofa í mjög marga klukkutíma.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0