Hjälmargården

Það heitir Hjälmargården, Hjälmarbærinn getur maður sagt, og er á suðurströnd Hjälmaren um 50 km austan við Örebro. Þangað fórum við, ég og skagstrendingarnir í dag og borðuðum hádegismat. Þetta er veitingastaður með meiru sem fríkirkjurnar í Miðsvíþjóð reka og við höfum nokkrum sinnum farið með þá sem heimsækja okkur þangað þar sem staðurinn er mjög góður og þar að auki liggur hann afar fallega í sumargrænni náttúrunni nokkra metra frá vatninu Hjälmaren. Dagurinn í dag er sá fallegasti á þessu snemmsumri, með öðrum orðum afar fallegur. Ég set hér með eina mynd úr ferðinni okkar í dag. Við fórum einnig í Vornes, vinnustað minn í 13 ár, og kíktum aðeins í kringum okkur þar, en þar er einnig alveg sérstaklega fallegt og vel hirt umhverfi.


Myndina tók hjálpsöm kona á veitingahúsinu af mettu fólki með Hjälmaren í baksýn. Valdís var heima svo það passaði í bílinn. Hún verður að fá það bætt upp síðar. Ég hef sagt starfsfólkinu þarna að með því að fara með gesti okkar þangað, þá sýnum við það besta sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða.



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0