Haust

Hún Jenný veðurfræðingur var með veðurspána eftir níufréttirnar í sjónvarpinu í morgun -og hvílík spá. Þarna lagði hún hendina yfir Evrópu, allt frá Norðursjávarströndinni og niður til ítalíu og svo sagði hún með þungri röddu: Nú breiðir haustið sig yfir alla Evrópu. Svo fórum við Valdís í bæinn að útrétta smávegis og vorum þar á röltinu í klukkutíma. Þegar liðið var á þennan klukkutíma var farið að blása með leiðindum þar og skilti sem hafa verið til friðs allt sumarið og haustið stóðust ekki rokurnar. Þau ultu um koll sum hver og önnur leystust í sundur og spjöld og blöð fuku á nærliggjandi veggi. Ég stopppaði við og studdi mig á hækjurnar tvær en þá vildi húfan fara að fjúka af mér. Ekki þorði ég að sleppa svo mikið sem annarri hækjunni og ætlaði frekar að láta húfuna fara en fara sjálfur að velta um koll. Svo lygndi og ég slapp fyrir horn þar sem Valdís beið eftir mér og við komum okkur heim. Þegar heim var komið var logn komið á ný.

Þvílíkt orðalag hjá ungum veðurfræðingi þarna í morgun, og þar að auki var þetta kona. Bara burt með þig, eða eitthvað slíkt hugsaði ég og mér fannst þetta ónotalegt. Ég sem hef verið að velta því fyrir mér hvenær ég megi láta eftir mér að fara að hlakka til vorsins. Fjölskyldan okkar frá Vestmannaeyjum er í heimsókn í Stokkhólmi og meira að segtja þar, í borg sunda og skógi vaxinna eyja, á jafnvel að snjóa í dag og á morgun. Fólk heimsækir ekki Svíþjóð til að upplifa snjó og hálku. Hins vegar geta útlendingar haft gaman af því að koma til Íslands og upplifa misjöfn veður. Það var ekki ósjaldan ef maður beið eftir Hríseyjarferjunni á bryggjunni út í ey þegar veður gerðust leiðinlegust eftir vorkomuna, norðaustan all hvass, rigningarhraglandi og hiti fjögur stig, að fólk í regnfatnaði stóð frammi í stafni, skrækti og gól og skelli hló þegar ferjan stakk stefninu lengst niður og sjórinn gekk inn yfir bátinn. Þetta var fyrir þessa útlendinga algerlega ný veröld og þeim leið vel þarna meðan hríseyingar og aðrir landsmenn stungu sér í skjólið og ylinn niður í lúkar.

Hann Kjell vinur minn fór líka til Íslands í desember fyrir nokkrum árum og ég fékk sms frá honum meðan á heimsókninni stóð þar sem hann sagði: Ég er búinn að vera blautur í fæturna allan tímann. Svíar klæða sig vel til fótanna þykir mér, en skóbúnaður Kjell og ferðafélaga dugði ekki fyrir desemberveðrið þennan vetur. Svo kólnaði, sagði Kjell seinna, og stórhríðin lagði sig yfir byggðirnar kringum Hótel Esju svo að ekki sá nema stutt niður í Laugarneshverfið. Síðan kom lítil rúta og skyldi flytja svíana niður í Laugardagslaug. Hvílík fyrra þótti þeim að ætla að fara í útisundlaug í þessu veðri. Síðan lagði þessi rúta af stað og þræddi milli fastra smábíla og skrönglaðist til í snjósköflunum sem myndast höfðu á stuttum tíma á Reykjaveginum. Þegar í Laugardalslaugina var komið gengu þau inn um ákveðnar dyr og þar með inn í veröld sem þau vissu ekki að væru til.

Kjell sagði að hann hefði prufað einn af þessum heitu pottum en alls ekki þann heitasta. Þegar hann leit upp til himins sá hann brjálað veðrið geysa þar uppi og raunveruleikinn virtist algerlega hafa brenglast. Hálftímarnir liðu fljótt í þessu makalausa umhverfi en að lokum var mál að mæta aftur í litlu rútuna sem beið þeirra þarna úti í stórhríðinni. En viti menn; þegar þau komu út hafði hríðinni slotað og blautur snjór beið þeirra að trampa í þannig að svíarnir héldu áfram að vera blautir í fæturna. Kjell sagði þetta hafa verið mikla upplifun, upplifun sem hann alls ekki vildi vera án.

Hann talaði meira um þessa heitu potta. Það sat fólk í ennþá heitari pottum og honum fannst vafasamt að fólkið sæti þar vegna þess að það væri svo notalegt. Honum datt alla vega ekki í hug að leggja það á sjálfan sig. Ég man líka eftir þessu, að ég prufaði heitasta pottinn fyrir fjölda ára. Mér fannst það langt í frá því að vera notalegt en reyndi þó að aðlagast hitanum. Maður við hliðina á mér sagði að sér þætti sem vatnið mætti vera hálfri gráðu heitara. Ég lagði engan trúnað á þetta enda hafði hann varla sleppt orðinu þegar hann spýttist upp úr vatninu af þvílíkum krafti að handriðið fyrir aftan hann var langt fyrir neðan hann þegar hann flaug yfir það. Svo heitt var honum að það var ekki að tala um að rölta upp tröppurnar. Mér fannst þetta skemmtilegt en ég beið ekki svona lengi sjálfur. Ég tók mig upp úr pottinum meðan ég var fær um að gera það í rólegheitum.

Nú er komið að því að pakka niður fyrir Stokkhólmsferð á morgun. Ég held svei mér að það rætist úr veðrinu. Það gerði él áðan, um fjögur leytið, en nú er bæði logn og úrkomulaust. Þetta lítur bara vel út.


Kommentarer
Markku

En intressant sida för en vis man som du Guðjón att hitta spännande inspiration och tankeutmaningar på: http://www.iwise.com



Hoppas allt är bra med dig. Själv har jag 2 månader nu av ett tillstånd som jag inte haft på länge ;)

Livet efter "träningslägret" känns stimulerande.

2009-11-08 @ 14:55:56
URL: http://www.kanala.se
Guðjón

Tack Markku för din hälsning och påpekande av inspirationskälla. Den kommer jag att titta på. Jag gratulerar dina två månader, jag förstår dig väl. Det är bra med mig och jag botas otroligt bra efter min operation. I veckan var vi i Stockholm där vi treäffades åtta familjemedlemmar både från Sverige och Island. Jag var påväg att blogga om detta när jag såg din hälsning.



Mde vänlig hälsning från Gudjon

2009-11-08 @ 15:16:49
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0