Pär veðurfræðingur

Um fjögurleytið fór ég í fjögurra km gönguferð í vetrarmyrkri og sjö stiga hita. Myrkrið er ekki svo alvarlegt þegar vegurinn er góður. Ég hélt mig nefnilega á nýmalbikuðum vegi sem liggur hér um víða velli og mjög slétta. Götuljós eru ekki komin upp þarna ennþá. Fyrir áratugum var þetta svæði víðáttumikill flugvöllur en hefur verið akurlendi undanfarin mörg ár.

Ég hafði verið slakur við gönguferðir undanfarna daga og var óánægður með það, þar sem það er mjög mikilvægt fyrir mig að æfa vel og dyggilega svo að minn nýi mjaðmaliður fái sterkan umbúnað. Ég hafði verið að smíða hér heima en það gekk ekki vel fyrir mér og ég varð smám saman meðvitaður um orsökina. Og orsökin var léleg samviska vegna gönguferðanna. Eftir nokkrar mínútur í veðurblíðunni og hreinu loftinu fann ég styrkinn taka yfir og það var svo innilega notalegt að finna útiloftið tæma lungun af óhreinindum og leti.

Hann Pär veðurfræðingur var í sjónvarpsþætti í gærkvöldi. Þáttur þessi gengur út á að fræðast af einhverjum glöggum manni í sjónvarpssal og að lokum býður sá hinn sami til kvöldverðar og kynnir gesti sína og hvers vegna þeir eru boðnir. Birtar eru myndir af gestunum við viðeigandi stól við borðið. Pär er á fimmtugs aldri og veðurfræðin er honum mjög hjartfólgin. Hann er líka einn af þessum mönnum sem elska Jörðina okkar og nánast sjá hana sem stórkostlega lífveru. Það eru nefnilega til menn sem tala um andlegheit þegar þeir tala um Jörðina okkar. Þetta virðist ekki gert af neinum ásetningi, það bara verður svona þegar þeir tala um Jörðina sem þeir elska.

Pär er ekki í minnsta vafa um að mannkynið á sinn þátt í hlýnun jarðar og hann veit líka að höfn eru orðin veik af menguninni frá okkur og fiskunum þar líður ekki vel. Það er illkynja mengun hversu ríkan þátt sem hún svo hefur í hlýnuninni.


Pär veðurfræðingur (myndinni stal ég en tel það ekki umhverfisvandamál heldur hegðunarvandamál)

En komum nú aftur að kvöldverðinum hjá Pär í gærkvöldi. Sá sem skyldi sitja honum næstur til hægri var Copernicus, sá hinn sami og kom fram með það á miðri 16. öld að Jörðin væri alls ekki miðja alheimsins, heldur væri það Jörðin sem gengi umhverfis sólu. Það er algengt að þessir gestgjafar bjóði löngu framliðnu fólki bara ef það á erindi og auðvitað átti Copernicus erindi í umræðu yfir kvöldverði hjá Jarðarvininum Pär veðurfræðingi. Hleyp ég nú yfir tvo næstu gesti en kem að þeim síðasta, þeim sem átti að sitja næstur Pär til vinstri. Við byrjuðum frá hægri. Kona sem átti að sitja þar var ekki fædd og því var myndin af henni teiknuð. Þessi kona er verðandi barnabarnið mitt, sagði Pär. Og hvað skeður þegar svona óvænt uppákoma lítur dagsins ljós. Alla vega ég fékk gæsahúð.

Ég á engin barnabörn ennþá sagði Pär, en ég er viss um að ég eignast þau og það eru barnabörnin mín sem taka við Jörðinni eins og ég skil við hana. Þess vegna á verðandi barnabarn mitt erindi í umræðuna yfir kvöldverði mínum ásamt Copernicusi og þeim öðrum.

Ég var með lélega samvisku fram eftir degi vegna þess að ég stóð mig ekki í stykkinu varðandi gönguferðirnar. Því var ég neikvæður og hálf fúll þegar við Valdís skruppum í bæinn um hádegisbilið. Við fórum fyrst í verslun sem gjarnan er kölluð gamlingjadagheimilið. Það er áhaldaverslun með meiru með gríðarlegu vöruúrvali og það er sagt að eldri menn fari þangað bara til að skoða í hillurnar. Síðan fórum við tvær hæðir niður og þar fór Valdís í matvöruverslun en ég beið í breiðum gangi þar framan við. Ég horfði á fólkið sem kom frá versluninni og var afgreitt gegnum fjöldamarga kassa sem stóðu hlið við hlið eins og í öðrum stórum verslunum. Mikill meiri hluti af vörunum var í plasti. Sumir settu nokkra hluti saman í minni plastpoka og dembdu svo öllu saman í venjulega plastinnkaupapoka. Það var sem sagt mikið plast og ennþá meira plast. Þarna stóð ég við hækju mína og velti fyrir mér í þunglyndi mínu hvort allt þetta fólki hefði virkilega ekki heyrt talað um plastpokafjallið í Kyrrahafinu sem eitri höf heimsins. Og annað ennþá verra. Þetta var að meiri hluta eldra fólk og var það virkilega svo að það átti engin barnabörn til að elska og erfa síðar að Jörðinni.

Í gönguferð minni síðdegis hreinsaðist ég allur og sá að ég hafði verið dómharður. Hvað hafði ég gert til að hjálpa Pär veðurfræðingi við að fræða samborgara mína um hættulegt líferni okkar, ekki bara hvað varðar plastpokafárið í stórmarkaðinum, heldur um lifnaðarhætti okkar almennt. Ég hef bloggað um þetta áður og ég finn á mér að ég á eftir að gera það oftar.


Kommentarer
Markku

Hej Gudjohn,

jag kan bara hålla med i det du skriver. Normalt brukar jag inte följa detta programmet. Men det kan vara kul att se vilka personer en del kändisar bjuder in. Pär stack ut på många sätt. Han är en fantastiskt intelligent och klok på person, men också hans näst intill andliga och osjälviska inställning till vår jord och människorna runt honom, är beundransvärd. Snacka om att LEVA med samma principer som steg 10-12, utan att dra andra paralleller. Han fick åtminstone mig att stanna till och fundera på vad JAG kan göra. Hoppas allt är bra med dig och att din rehabilitering går som den ska. Själv jobbar jag på med min utveckling/förändring, påstår inte att det är enkelt, men gör man sitt dagliga arbete grundligt fungerar det alldeles utmärkt. Har passat på att starta 2 företag, nu när "mind&soul" börjat samarbeta igen ;)

2009-11-29 @ 10:45:03
URL: http://www.kanala.se
Guðjón

Hej Markku!

Du är en otrolig man. Jag ser det på din kommentar att du verkligen förstår min text. Även om det finns något översättningsprogram på Googl, då är den isländska grammatiken inte världens enklaste. Detta är roligt. Jag kommer att blogga om dig ganska snart och berätta för islänningarna att det finns en svensk som inte har inte sig ett enda ord i isländska men läser den ändå.



Vår rehabilitering och personliga utveckling verkar vara bra väl på gång. Jag önskar dig lycka till Markku och vi hörs och träffas sannoligt också vid ett bra tillfälle.

2009-11-29 @ 12:34:05
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0