Íslensk tónlist

Í morgun þegar við borðuðum morgunverð var eitthvað kunnuglegt lag í útvarpinu. Ég að vísu skildi ekkert lengi vel, eða ekki fyrr en Valdís sagði að þetta leika þeir bara hvern einasta dag í Örebroútvarpinu. Jaaaaá! alveg rétt, sagði ég með síðbúinn fattarann, þetta var íslenska lagið frá söngvakeppninni í vor. En þetta er alveg rétt og ég skal viðurkenna alveg á stundinni að ég þekki ekki verðlaunalagið norska lengur, jafnvel þó að síðbúni fattarinn fengi hversu langan tíma sem helst. Það hlýtur bara að vera öfugt lag sem vann, eða hvað? Þegar Selma var númer tvö í keppninni og sænska lagið vann, þá var lag Selmu notað hér í fleiri ár á eftir. Að vísu var sænska lagið þá líka í gangi oft, oft og í mörg ár. En er ekki bara gaman að þessu með íslensku lögin. Þið sem kannski lesið þetta, látið það bara út ganga sem skemmtileg tíðindi sem það vissulega er.

Svíþjóðarfararnir lögðu af stað frá Vestmannaeyjum með Herjólfi klukkan fjögur í dag. Á morgun upp úr hádegi koma þær mæðgur svo til Stokkhólms svo að þá fer að lifna yfir þar í borg. Ekki verður fjörið minna þar þegar við Valdís komum þangað með tveggja hæða morgunrútunni frá Lindbergs á fimmtudagsmorgun. Valdís er búin að stjana svo mikið við mig að nú er tími til kominn fyrir hana að fá gista á hóteli og þurfa ekki að standa í morgunverðargerð, skúringum eða tiltekt. Og ekki er verra að hótelið er ekki nema 60 eða 80 metra frá útihurðinni hjá Rósu og Pétri.

Það er haust og það er svo undur hreint loftið úti og gönguferðirnar mín um Suðurbæjarengið í dag voru alveg makalaust hressandi. Við verðum ekki meira á Sólvöllum fyrr en eftir Stokkhólmsferðina. Ég verð líka að vera öðru hvoru á ferðinni hér heima því að það er verið að framkvæma svo mikið á rennsléttu Suðurbæjarenginu, gatnagerð og byggingarvinna, að ég verð að vera öðru hvoru þarna á eftirlitsferðum. Valdís fór hins vegar á klippistofu niður í bæ í dag og fékk hárið klippt og snyrt. Ég gerði þetta hins vegar fyrir helgi. Við verðum ekki illa til fara þegar við stígum af í Stokkhólmi á fimmtudaginn.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0