Morgunfrú í nóvember

Í gær var hann Pär veðurfræðingur hetjan í blogginu mínu. Ég talaði um að hann hefði verið í ákveðnum sjónvarpsþætti. Það var ekki mín athygli sem dró mig að sjónvarpinu í það skipti sem hann var í þessum þætti þar sem hann bauð til kvöldverðar. Valdís var búin að taka eftir því að hann yrði þarna og þegar hún sagði mér frá því var ekki að sökum að spyrja, þetta varð ég bara að horfa á. Svo fékk ég í dag umfjöllum (kommentar) um bloggið mitt frá í gær. Hún er frá manni sem heitir Markku (sagt Markú) og ég komst í kynni við fyrir nokkru. Maður sem hefur þetta nafn er tengdur Finnlandi, það fer ekki milli mála. En það sem veldur því að ég tala hér um Markku er nokkuð alveg sérastakt að mínu mati. Hann fann eitthvað þýðingarforrit á Google sem hann notar til að lesa íslensku textana mína og ég sé vel á umfjöllunum hans að hann skilur þá virkilega. Hann horfði líka á þáttinn þar sem Pär bauð fólki til kvöldverðar, en tók hins vegar fram að hann horfði ekki svo mikið á þessa þætti. En Pär varð hann einmitt að horfa á eins og ég.

Nú kem ég að allt öðru, en það eru veðurfréttir. Í fyrsta skipti síðan 1847 er nú nóvember hlýrri en október sama ár. His vegar var október mikið kaldari en í meðalári. Í einum af borgarhlutum Stokkhólms hefur morgunfrúin sprungið út, en með réttu er hún merki þess að sumarið sé á næsta leyti. Pär segir að vissulega geti maður orðið glaður yfir að sjá lítið blóm springa út, en í þessu tilfelli boðar það ójafnvægi. Mín skoðun er að okkur beri að hlusta á varnaðarorð manna eins og Pär, þá mun okkur vegna vel.

Fyrir nokkrum árum fór ég með íslenska konu á endurvinnslustöð í Örebro. Hún var að flytja héðan til suðlægari byggðarlaga í Svíþjóð og þurfti að henda ýmsu eins og gengur þegar flutt er. Ég er smásmugulega nákvæmur þegar ég er að sortera í gámana og þessi kona var þarna á endurvinnslustöð í fyrsta skipti á ævinni. Við þurftum að fara fleiri en eina ferð gegnum stöðina vegna þess að það kenndi margra grasa á kerrunni. Þegar við vorum svo búin að losa kerruna og farangursrýmið í bílnum eftir þeim kúnstarinnar reglum sem giltu og lögðum af stað heim, þá sagði konan; mér finnst eins og ég hafi verið að gera svo mikið gagn. Það er einmitt þetta sem við þurfum að upplifa, að við séum að gera Jörðinni okkar svo mikið gagn þegar við gerum okkar besta til að skaða hana ekki. Þá munum við geta skilað henni minna skaðaðri til barna okkar og barnabarna.

Að lokum um ungan sama, en það er nokkuð sem ég hef bloggað um áður fyrir all löngu síðan. Það var þáttur um sama og í þættinum var talað við ungan sama sem var að reka hreindýrahjörð. Það var komið kvöld og menn voru sestir niður til að hvílast. Ungi saminn hélt á kaffibolla og talaði um hógvær um líf sitt og annað því skylt. Þegar maður rekur hreindýrahjörð og hefur stjórn á henni, þá finnst manni að maður sé "tuff", sagði hann. Hann sagði einnig að við ættum að skila landinu, sem við höfum að láni, til afkomenda okkar án þess að skaða það. Og hann sagði að einu merki um líf föður hans væru kannski einhver útkulnuð eldstæði. Annað er það ekki og faðir minn skaðaði ekki landið sem hann hafði að láni og nú hefur mín kynslóð tekið við því af honum föður mínum. Þessi sami  talaði eins og sannur heimsspekingur.



Kommentarer
Markku

Hej alla isländare = Hi all Icelandic people

I´ll do this in English. Yes it´s not impossible to use Google translation from Icelandic to Swedish and as Gudjon describes the grammar is not so easy, but with some imagination and stubborness you get the message right ;) So try it, it might me useful and there are a lot of languages. Just cut and paste your text, ad a document or even a complete webadress (url) and there is magic: http://translate.google.com



Best Regards Markku

2009-12-01 @ 21:39:29
Eva

Hej Gudjon o Waldis

Jag brukar kolla bloggen då och då roligt att se det lilla nya barnbarnet ni fått. Förstår ju inte mycket av isländskan, jag jag gjorde som Markku skrev valde engelskan istället för svenska, då fungerade det väldigt bra, så tack Marku för det tipset! Nu funkar det bra och läsa isländska också. Och fina bilder från Kräcklinge!

Annars är livet som det skall vara dvs bra numera.

2009-12-01 @ 21:48:50


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0