7. oktober

Mér finnst ég vera orðinn svolítið kærulaus. Ég get tekið því svo rólega og bara verið til og líður vel með það. Eða, kannski er farið að ganga fram af sjálfum mér. Það hefur ekki verið vani minn gegnum árin að að bara sitja eða liggja og bora í nefið. Ég fann fyrir þörf fyrir því áðan að taka mér eitthvað fyrir hendur. Ég ætlaði að vera farinn að lesa en ennþá á ég erfitt með að sitja lengi og ég á erfitt með að lesa liggjandi þar sem ég get bara legið á bakinu. En mitt baraferli á eftir að vera í gangi einhverjar vikur ennþá svo að lesturinn fær sinn tíma þegar ég verð þroskaður fyrir það. Nú er ég búinn að setja fartölvuna upp á plastkassa sem stendur á matarborðinu og þá passar hæðin vel fyrir mig standandi. Nú er ég kominn í gang með bloggið. Annars er ég í gangi með ýmislegt og í fyrsta lagi æfingarnar og gönguferðirnar. Ég sendi líka í gær e-póst til hans Bjarna frænda míns Ólafssonar frá Mosum og í dag fékk ég langt bréf frá Bjarna og þurfti að senda honum fáeinar svarlínur til baka. Þessar tölvur eru ekki svo vitlausar ef ég ekki fell í hreina misnotkun. Það er svipað með farsímana. Jón Sveinsson, Nonni, fór til Kaupmannahafnar með haustskipinu. Ég held að ég fari rétt með hér. Síðan sendi hann bréf til mömmu með vorskipinu til að láta hana vita að hann hefði komið fram. Fyrir nokkrum árum fór Rósa dóttir mín til Indlands. Þegar hún gekk út úr flugvélinni sendi hún pabba sínum sms og sagðist vera komin fram. Á milli þessara atvika eru rúm 130 ár.

Í morgun hringdi hann Róbert. Hann spurði hvort ég vildi ekki skreppa á Sólvelli og sjá að allt væri í lagi þar. Ég hélt það nú. Svo kom Róbert klukkan eitt og við fórum á okkar bíl á Sólvelli. Bíllinn okkar er hár og góður fyrir fólk sem er 50 plús. Þá komst ég að því að það er eiginlega betra fyrir mig að sitja í bíl en venjulegum stól. Ég held þó að ég fari ekki að fara með bók út í bíl til að lesa. En þvílík frelsun. Áður var það bara það versta sem ég gerði að sitja í bíl, hvort heldur ég keyrði eða var farþegi. Bara svo að þið vitið; ég er á tólfta degi í bata núna. En aftur um Sólvelli. Þar var allt í sínu besta standi og gott að koma þangað, bjart, hljóðlátt og náttúran inni á gafli. Ég hlakka til að fara þangað til lengri dvalar seinni hluta mánudags.

Í dag hefði hún móðir mín orðið 100 ára. Í dag er barnabarnið okkar í Stokkhólmi, hann Hannes Guðjón, mánaðar gamalt. Hannes Guðjón og Snorri bróðir minn á Seljalandi eiga sama afmælisdag. Hann Sveinn mágur minn á Skagaströnd á líka afmæli í dag. Jahérnanahér. Ég man ekki eftir meiru svona í augnablikinu.

Valdís er í kirkjunni að æfa með kórnum sínum. Hér er hvorki útvarp eða sjónvarp í gangi en ég heyri svolítinn vestan vind daðra við þakið yfir svölunum. Það er spáð ósköp hægu veðri næstu daga og hita sex til sjö stig á daginn.



Kommentarer
rósa

mikið var hann róbert fínn að fara með þig á sólvelli. og gott að allt var í lagi þar.



hannes guðjón hélt upp á afmælið sitt með því að fara í fyrsta matarboðið sitt. ulla bauð okkur uppá elggrýtu. hannes guðjón kúkaði þegar við borðuðum og gubbaði svo í eftirmat :-)



kveðja,



r

2009-10-08 @ 08:25:44
Guðjón

Ja, nafni minn, uppátækin í þér þegar þú varst nú gestur hjá öðrum.



Kveðja,



afi

2009-10-08 @ 09:09:22
URL: http://gudjon.blogg.se/
Markku

Krya på dig Gudjon. Spännande att läsa en översättning med Googles översättningsverktyg, fick nästan ihop det ;)



PS: Är hemma och lever livet på livets villkor. DS



2009-10-08 @ 11:31:34
URL: http://www.kanala.se
Gudjon

Hej Markku

Mitt tillfrisknande går över förväntan. Du hittade mig. Jag tycker jag kommer i håg att vi har pratat någon gång om mitt bloggande. Och så kan man använda Google för att översätta från isländska till svenska. Makalöst. Det vare roligt att blogga också på svenska och ha någon som kan rätta till och rekommendera. Det skulle bli en jätte kurs i svenska. Men Markku, jag önskar dig lycka till framöver. Roligt att höra av dig.



Med vänlig hälsning från Guðjón

2009-10-08 @ 21:22:33
URL: http://gudjon.blogg.se/
Markku

Hej Gudjon,

om du inte tänker skriva VÄLDIGT frekvent, kan jag bistå med hjälp med "rätta till och rekommendera". Så om den dagen dyker upp, är du välkommen att höra av dig per e-post. Mvh Markku

2009-10-10 @ 11:13:27
Gudjon

Hej Markku

Tack skall du ha. Man vet aldrig vad kan hända under de lugnare åren jag borde ha framför mig nu.



Mvh från Guðjón

2009-10-10 @ 14:53:51
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0