Ég er nú svo aldeilis hlessa

Í fyrradag kvartaði ég yfir lélegum svefni og kannski vorkenndi ég mér talsvert í þeim töluðu orðum. En! kvörtunin virkaði. Siðustu tvær næturnar hef ég sofið nánast samfellt allt að tíu tímum og lækningamátturinn sem góður svefn býr yfir leynir sér ekki.

Í gær var ég á göngu hér úti og hitti granna og við tókum tal saman. Það var smá rigningarhraglandi, gola og sjö stiga hiti. Þar sem við stóðum þarna og spjölluðum benti hann allt í einu á gulnuð laufblöð og sagði tregablandið; það er haust. Já, það er víst rétt svaraði ég, en í mér bubblar vor. Hann horfði fyrst á mig sem fáráðling fannst mér, en svo brosti hann og sagðist skilja mig vel.

Í dag er ég búinn að fara i hálfs kílómeters göngu og mun nú fara eina eða tvær gönguferðir til. Valdís kvartar ekki en ég hlýt að vera frekar leiðinlegur fjölskyldumeðlimur um þessar mundir. Hún er mér svo hjálpleg að það er hætta á að ég verði enn meira ofdekraður en ég þegar er.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0