Ég settist undir stýri í dag

Rétt fyrir hádegi lagði ág af stað í eina af mínum mörgu gönguferðum um þessar mundir. Fyrst lá leið mín ákveðið út í bílageymsluna. Ég opnaði bílinn, stillti mér upp samkvæmt leiðbeiningum og  settist svo í bílstjórasætið. Þetta með að setjast í bílstjórasætið var að vísu ekki í leiðbeiningunum. Það stendur nefnilega skrifað í ákveðnum bæklingi sem ég fékk frá sjúkrahúsinu að keyra bíl skal maður ekki setja í fyrsta sætið í átta vikur. Ég spurði sjúkraþjálfarann og iðjuþjálfann á sjúkrahúsinu all mikið eftir þessu en fékk engin bein svör. Ég fékk mikið "ummm" og "en" og "þannig lagað" fyrir svör, en ekkert meira að byggja á. Ég fékk þó að vita að það væri erfitt að segja að það væri lögbrot að keyra bíl innan þessara átta vikna. Mín niðurstaða eftir þessa umfjöllun þarna á sjúkrahúsdinu var að hér væri það málið að nota heilbrigða skynsemi.

En núna sat ég sem sagt undir stýri í bílnum okkar þarna út í bílageymslunni. Ég tók um stýrið, horfði fram og svo steig ég á kúplinguna. Ja hérna. Var það svona auðvelt. Það var auðveldara núna á fimmtánda degi í bata en það var síðustu mánuðina fyrir aðgerð. Ég lét eftir mér að hugsa þarna undir stýri út í bílageymslunni að ég hefði verið hættulegur í umferðinni marga síðustu mánuðina fyrir aðgerð, ef ekki það var farið að skipta árum. Þessa hugsun lét ég hreinlega ekki eftir mér þá. Ég skal viðurkenna núna að einhvers staðar innra með mér fannst áður hugmyndin um að akstur minn væri ekki í lagi. Þetta er nokkuð sem kemur svo hægt og rólega að maður, að minnsta kosti ég í mínu tilfelli, breiðir afneitunina snyrtilega yfir raunveruleikann. Það er ekkert sem ég skal vera stoltur af.


Nú er þessari gönguferð minni lokið fyrir einhverjum tímum og komið að þeirri næstu. Batinn gengur vonum framar og fjóra síðustu morgnana finn ég dag frá degi stóran mun á að sitja. Úti leikur vestan andvari við afburða fallega haustlitina í Suðurbæjarskópginum og hitinn er níu stig. Eftir kaffibolla með Valdísi ætla ég að fara í gönguferð númer tvö í dag og sameinast um stund þessari fegurð sem okkur er boðið upp á í dag. Við höfum heyrt um mikið hamfaraveður á Íslandi og við vonum að fólk skaðist ekki í þessum látum.

En bíddu nú við, ég nefndi Valdísi. Hvað hefur hún verið að aðhafast í dag? Hún er búin að strauja þvott, þurrka af og skúra með fleiru og svo hef ég verið að vafra innan um verkefnin hennar með göngugrind.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0