Gas gas

Eftir að ég horfði á fréttatíma sem hafði alls ekki mikið af jákvæðum fréttum að bjóða upp á var einfaldast að ég sneri mér að tölvunni til að ausa út úr svartsýnissekk mínum. En það reyndar hugsaði égmér ekki að gera þegar ég gekk frá sjóvarpinu og ákvað að blogga. Í leiðinni leit ég á stöðu íslensku krónunnar og sá að sú íslenskahafði styrkst um 0,83 % í dag. Það ætti nú aldeilis að gleðja okkur.

Í morgun fór Valdís til sjúkraþjálfara og ætlaði að taka strætó. Ég ætlaði að fara með henni bæði til að koma mér af stað í fyrstu gönguferð dagsins og einnig til að taka mynd af Valdísi þegar hún stigi inn í strætisvagninn. Hvers vegna ég ætlaði að taka mynd af henni þar kem ég að síðar. En nú er mikilvægt fyrir mig að taka tillit til kólnandi veðráttu og klæða mig eins og fullorðinni manneskju og sönnum afa sæmir. Því tók Valdís fram peysu sem ég fékk í jólagjöf fráValgerði meðan við áttum heima upp í Dölum, í Falun eða Svärdsjö. Nú erlangt síðan éghef farið í þessa peysu og mér fannst ég meiga tilmeð að fá mynd af mér þegar ég var kominn í hana.


Mér fannst reyndar sjálfum að ég liti ömurlega út á þessari mynd en Valdís fullyrti að myndin væri stórfín og það væri bara í mínu eigin höfði sem hún væri léleg. Ég horfði tortrygginn á Valdísi en ákvað að nota myndina.


En nú var kominn tími til að fara út á strætisvagnastöðina því Valdís hatar að vera of sein. Þegar við vorum búin að pjakka okkur áfram eina 100 metra af þeirri 150 metra vegalengd sem liggur út að stoppistöðinni var strætisvagninn að fara af stað. Valdís reyndi að flyta sér og veifaði en strætisvagninn hvarf okkur augum. Nú var eitthvað nýtt á ferðinni en það bara var svona. Valdís dreif sig á hjóli niður í miðbæ, hálfan hluta leiðarinnar og annan strætisvagn þaðan og á leiðarenda. Svo strætisvagn aftur í miðbæinn og svo hjól til baka.


Hér tala ég mikið um strætisvagna og það er líka meiningin að gera það. Í Örebro renna nú glænýir strætisvagnar um allar götur, með nýjum litum og voða fínir.




Ég fór í tvær myndatökuferðir í viðbót til að ná mynd af einum þessara nýju vagna og tókst það að lokum með naumindum. Nú vil ég koma að efninu. Þessir nýju strætisvagnar í Örebro eru nefnilega gasdrifnir allir með tölu.
Síðan á einnig að breyta öllum öðrum bílum á vegum Örebroborgar í gasbíla. Örebro er borg á stærð við Reykjavík. Kassinn á þaki vagnsins ámyndinni er samkvæmt ágiskun minni gastankur.

Hvaðan kemur svo gasið? Jú, það kemur frá stærstu gasstöð sinnar tegundar í Svíþjóð og er hún staðsett aðeins nokkra kílómetra sunnan við Örebro. Frá gasstöðinni liggur svo niðurgrafin lögn í tanka á aðal geymslusvæði strætisvagnana í Örebro. Við Björgvin Pálsson frá Hrísey keyrðum að þessari gasstöð í byrjun ágúst og gerðum smávegis einka úttekt á henni. Byggingarframkvæmdir voru þá á lokastigi. Þar gaf að líta stóra, glæsilega, glansandi tanka og ýmsan útbúnað sem við auðvitað skildum ekkert í. Þar gaf líka að líta mikið hráefni sem nota á í gasgerðina. Þar voru 250 m langir blastsekkir fyllir af grasi. Hvernig hægt er að fylla svo langa plastsekki af grasi skil ég ekki en þeir bjarga sér án míns skilnings á því. Þarna voru líka álíka langar ræmur af korni sem síðar var breytt yfir. Í gasið á einnig að nota kúaskít, matarafganga frá eldhúsum í Örebro ásamt fleiri sortum af skít og gæðaefnum sem geta orðið að eldsneyti. Nú fer varla lengur á milli mála að gasið á strætisvögnuum í Örebro er lífrænt gas. Það sem síðan verður eftir í tönkum gasstöðvarinnar þegar hráefnið er búið að skila frá sér hámarks gasframleiðslu verður dýrindis áburður.

Ég er þræl stoltur af þessu. Í þessu tilfelli hafa menn ekki bara talað endalaust, þeir hafa sett verkefnið í gang og allt virkar. Ég veit að plasthaugurinn i Kyrrahafinu er skuggalega stór en nú þegar ég hef skrifað þetta finnst mér sem hann er öllu minni en mér fannst þegar ég stóð upp frá fréttunum áðan.


Kommentarer
Rósa

Elsku pabbi minn, þú ert bara stórmyndarlegur á myndinni!



Kveðja,



R

2009-10-06 @ 07:33:55
Guðjón

Ósköp er notalegt að sjá svona umsagnir, og ég er bara rétt kominn á fætur. Þetta verður fínn dagur.



Kveðja, líka til nafna,



pabbi



2009-10-06 @ 08:47:44
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Svona svona pabbi minn þú ert bara að kalla á skjall frá okkur því þú ert sko barasta fínn á myndinni, ekkert svona væl gæskur

2009-10-07 @ 17:53:13
Valgerður

Hefði amma VAlgerður ekki orðið 100 ára í dag pabbi?

2009-10-07 @ 17:59:49
Guðjón

Jú, hún hefði orðið 100 ára í dag hún Valgerður á Kálfafelli. Svo þetta með skjallið, ég má nú sækjast svolítið eftir skjalli.



Kveðja,



pabbi

2009-10-07 @ 18:35:40
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0