Líkt með þjóðum

Það var 1994 sem ég hitti hann Sigvard upp í Dölum. Hann var þá nærri sjötugu og sagði mér dálitið af Svíþjóð bernskuára sinna. Hann sagði meðal annars fá skólaárum sínum og hvers vegna þau skólaskyldu systkinin, sem voru all mörg, gátu ekki öll gengið í skóla sama daginn. Það var vegna þess að það voru ekki til skór á þau öll. Ég sem hélt að fátæktin sem Tryggvi Emilsson lýsti í bókum sínum hefði bara þekkst á Íslandi á síðustu öld en ekki annars staðar í hinum vestræna heimi. Margt af því sem Sigvard talaði um hefði líka getað verið frásagnir frá Íslandi.

Í kvöld borðuðum við mat sem eiginlega er hálfbróðir blóðmörsins á Íslandi. Þessi matur heitir blóðbúðingur og er eins og blóðmör að öðru leyti en því að það er enginn mör í honum. Blóðbúðingurinn er gjarnan steiktur, kannski alltaf, og svo er hann borðaður til dæmis með kartöflum og alltaf lingonsultu og gjarnan grænmeti líka. Ég veit ekki til að blóðbúðingur sé borðaður með neinum graut eins og blóðmörinn á Íslandi.

Ég las áðan á feisbókinni að í Reykjavík væri rigning og grátt veðurlag, ekkert spennandi. Alveg sama og hér. En ég er þó búinn með mína 2,2 kílómetra í göngu í dag. Þegar ég er kominn út er þetta allt í lagi en það hefur verið fátækt með nágranna á förnum vegi. Við erum þó búin að fá eina heimsókn í dag og tveir bílar hafa farið hjá.


Svo að allt öðru. Í gær bað Valdís mig að hjálpa sér að reikna í sambandi við prjónaskap. Ég hélt nú það sjálfur snillingurinn. Já, já, og hvernig fór það? Hún mátti rekja upp hálf prjónaða peysu seinni partinn í dag. Hvenær haldið þið að hún biðji mig næst?

Ég er búinn að horfa mikið út um austurgluggann í dag, þann sem snýr að skóginum, og skógurinn býr yfir svo mörgu og setur ímyndunaraflið á fulla ferð. Svo var það einnig í dag og ég gat ekki neitað mér um að skrifa það niður. Það var hins vegar langt og mikið og mundi bara þreyta þá sem fylgjast með blogginu mínu.


Kommentarer
Rósa

Dugleg þið að borða blodpudding. Fulla af járni!



Kveðja,



R

2009-10-16 @ 20:29:15
Valgerður

Eruð þið búin að prófa spínatið?

VG

2009-10-16 @ 22:18:23
Guðjón Björnsson

Ég er alvanur blóðbúðingi frá Svartnesi og Vornesi en Valdís hefur ekki borðað hann fyrr þó merkilegt megi teljast. Spínatið er ekki búið að borða ennþá en það hefur verið margt á borðum hér undanfarið sem við höfum ekki svo mikið notað. Það má nú segja að sjúkrahúsvist mín og eftirstöðvar hennar hafi komið þeirri öldu af stað.



Kveðja,



pabbi

2009-10-16 @ 22:33:45
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0