Loksins á Sólvöllum

Það var nú tími til kominn að komast í sveitina. Bati minn hefur gengið svo vel að það var engin ástæða til að ég lokaði mig inn í borgarumhverfi þegar við höfum aðgang að svona frábærum stað í sveit. Ég spurði Valdísi oftar en einu sinni hvort henni væri örugglega sama að fara á afskekktari stað en Örebro. Já, svaraði Valdís og aftur já, og hún bjó okkur ríkulega af stað þannig að okkur á ekki að vanhaga um nokkurn skapaðan hlut æði lengi. Ég var að hugsa um að keyra sjálfur en svo rann ég á rassinn og þorði ekki. Það munar kannski full miklu þegar það er ráðlagt að gera það ekki fyrr en eftir átta vikur eftir aðgerð, þá er kannski óþarfi að etja kappi við örlögin eftir tvær og hálfa viku. Hjón í Örebro komu á bílnum sínum og svo fórum við hingað á tveimur bílum og þau svo á sínum bíl heim. Við erum því ekki bíllaus hér.


Mér hefur aldrei tekist vel til með kvöldsólarmyndir, en hvað um það, þetta er staðurinn sem við komum til einum tveimur tímum náður en sól settist. Það var notaleg að koma hingað. Valdís fór í frágang á farangrinum okkar en ég fór út að taka langþráða gönguferð á grasi. Ég gekk út undir Sólvallaeikna við lóðarmörkin og tók mynd þaðan. Brúnleit eikarblöðin sjást þarna efst á myndinni þar sem greinarnar slúta fram yfir mig og myndavélina. Svo horfði ég til baka. Okkar lóð er 72 m breið og ef ég fer í hverri ferð 30 m út á lóð nágranna, þá veit ég að fram og til baka gerir 200 metra. Ég fylgist sko með hvað mikið ég geng. Ég nenni ekki út á veginn fyrr en seinna þegar ég vil ganga lengri vegalengdir. Samkomulag um afnot af nágrannalóðinni geri ég á morgun. Við höfum gott samband við þessa nágranna, hjón undir þrítugu með tvær litlar dætur, Ölmu og Sif.

Ég hlakka til að vakna á morgun, gá til veðurs og taka fyrstu gönguferð dagsins. Ég skal alveg viðurkenna að ég er svolítið þreyttur eftir búferlaflutninga okkar í dag og andagiftin er ekki í toppi. En mikið er ég fegin núna að við höfum Sólvelli.


Kommentarer
Valgerður

Gott að þið eruð komin í rólegheitin í sveitinni, ekki að það sé mikill asi heima hjá ykkur en þetta er óneitanlega annað.

Kv

Valgerður lasarus

2009-10-13 @ 22:22:30
Guðjón Björnsson

Það er svo ótrúlega mikið allt annað, bara að líta út í morgun, byrja á morgunverðinum og fá sér bráuðum kaffi. Ég er ekki búinn að fara út að labba en hlakka til þess. Og svo; betri i dag en í gær.



Kveðja,



pabbi

2009-10-14 @ 10:22:55
URL: http://gudjon.blogg.se/
Rósa

Hljómar vel. Ég verð bara öfundsjúk. Það er gott að vera í stugunni.



Kveðja,



R

2009-10-14 @ 11:45:06
Guðjón Björnsson

Takk Rósa að þú staðfestir þetta.



Kveðja,



pabbi

2009-10-14 @ 22:54:45
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0