Þorsteinn dýralæknir

Hann hringdi til mín í gær hann Þorsteinn dýralæknir Ólafsson, ættaður úr Reykjavík og Gnúpverjahreppi, og var þá staddur í Svíþjóð. Ég vissi að hans var von hingað því að hann hringdi líka í mig fyrir tveimur vikum og talaði um þessa ferð sína. Ekki kom hann í heimsókn til okkar enda leiðin of löng sem hann þurfti að fara til að kíkja inn í kannski tvo tíma.

Það var 1979 sem Þorsteinn var ráðinn sem dýralæknir við einangrunarstöðina í Hrísey. Sem starfsmaður þar þurfti hann auðvitað að vera býsna mikið í Hrísey. Þá dvaldi hann hjá okkur Valdísi. Hann fékk herbergi Valgerðar sem þá var að mestu farin að heiman. Að öðru leyti fékk Þorsteinn að hræra sig eins og hann vildi heima hjá okkur og var einnig í fullu fæði. Hann var afar þægilegur fjölskyldumeðlimur og þegar fólk leit inn hitti hann þetta fólk gjarnan sem hver annar í fjölskyldunni. Þorsteinn er fróður og fólki þótti gaman að hitta hann.

Eitt sinn var hann hjá okkur á konudaginn. Meðan við borðuðum kvöldmat daginn fyrir konudag byrjaði Valdís að tala um það að nú væri það mitt að sjá um konudagsmatinn. Ég gat vel eldað súpu, hafragraut, eldað egg og búið til kaffi en ég vissi að Þorsteinn var góður við matseldina. Eitthvað nudd hefur trúlegaorðið orðið varðandi þetta milli okkar Valdísar og allt í einu segir Þorsteinn; hættið þessu, það er ég sem sé um konudagsmatinn. Þið komið ekkert fram fyrr en ég segi ykkur að gjöra svo vel. Hann hafði aðgang að frystikystunni, ísskápnum, búrinu og hann vissi að flestu leyti hvar hlutirnir voru. Upp úr átta um morguninn heyrðum við að hann var byrjaður í eldhúsinu. Síðar fór að berast matarlykt frá eldhúsinu, matarlykt sem kannski hafði ekki fundist áður á okkar heimili. Þorsteinn hafði nefnilega verið fjöld ára í Noregi meðan á námi stóð og ég vissi að hann kunni fyrir sér í norskri matargerð. Ég fann hversu mikið klúður þetta hefði orðið ef ég hefði átt að standa við eldhúsbekkinn.

Um hádegi bað dýralæknirinn okkur að gera svo vel. Það var fínt gert hjá honum að öllu leyti og maturinn var ólíkur því sem við vorum vön og hann var góður. Þannig leystist einn konudagur heim hjá okkur um 1980.

Eitthvað síðdegi kom til okkar fólk sem mun hafa komið lengra að og við áttum ekki von á. Þorsteinn hafði lagt sig en var einmitt að koma fram þegar fólkið var að koma inn. Hann heilsaði og kynnti sig og þegar hann hafði gert það gaf hann skyringu á veru sinni þarna og sagðist vera heimiliskötturinn. Ég man að ég undraðist hugmyndina en hann sagði þetta svo fullkomlega eðlilega að það féll vel inn í myndina. Síðan áttum við öll góða stund við matarborðið að Sólvallagötu 3 í Hrísey og nutum væntanlega kræsinga Valdísar.

Við hittumst ekki svo oft Steini minn eða tölumst við en alltaf þegar það á sér stað finn ég að þú ert vinur. Þakka þér fyrir.


Þessi mynd er trúlega frá því rétt fyrir ár 2000. Myndavélin okkar Valdísar ver ekki af bestu gerð á þeim árum. En alla vega, þá kom Þorsteinn dýralæknir í heimsókn til okkar. Við spásseruðum með honum um miðbæinn í Örebro og hittum þá á þennan upphækkaða jeppa. Hann er áhugamaður um fjallajeppa og gerði því ítarlega úttekt á þessum sænska upphækkaða jeppa.


Kommentarer
Valgerður

Við þetta má bæta að Þorsteinn leikur sér að því stundum, að segjast hafa sofið í mínu rúmi frá því ég var 14 ára, og er ekkert að bæta því við að ég hafi þá verið víðs fjarri. Þetta gerði hann fyrst í fertugsafmælinu mínu þannig að ég heyrði til.

Kv

Valgerður

2009-10-05 @ 17:05:37
Guðjón

Já, þetta er nú alveg rétt, hann gerir gaman af þessu.



GB

2009-10-07 @ 18:37:26
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0