Verra hefur það nú verið

Ég man ekki hvenær það var að ég talaði um að ég skyldi ekki vera í tíma og ótíma að blogga um heilsu mína og skipti á mjaðmralið. En nú er það reyndar svo að það talsvert af fólki sem vill fylgjast með gangi mála og bata mínum. Það er þá einfaldast að þeir sem hafa tölvur geti litið inn á bloggið. Og hvað geri ég þá? Jú, ég blogga um bata minn.

Í dag er níundi dagurinn frá því aðgerðin var gerð og fjórði dagurinn síðan ég kom heim. Ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég var í fyrsta skipti fara framúr á sjúkrahúsinu, daginn eftir aðgerðina, og fannst nánast að ef ég ekki gerði nákvæmlega eins og sjúkraþjálfarinn fyrirskipaði, þá mundi fóturinn detta af. Í dag næstum sveifla ég fótunum yfir rúmstokkinn, tek í handföngin á göngugrindinni og svo er ég lagður af stað. Það er nú einhver munur á, munur sem er vert að leggja merki til. En ég er enginn hlaupagikkur, er þó búinn að ganga eina 600 metra utanhúss í dag. En ég er hundþreyttur og sef stundum hálf illa. Ég sef ekki illa vegna verkja, heldur vegna þess að enn sem komið er sef ég bara á bakinu. Það er nokkuð sem ég hef nánast forðast allt mitt líf. Það kom nefnilega snemma í ljós á lífsleiðinni að ég hrýt gjarnan hressilegan þegar ég ligg á bakinu. En nú var bara að mæta þessu vandamáli og svo merkilegt sem það nú er, þá kvörtuðu herbergisfélagar mínir á sjúkrahúsinu ekki undan hrotum mínum. En þó að það gangi að sofa á bakinu, þá vill líkaminn stundum í gömlu stellingarnar, leggjast á hliðina, draga upp undir sig fæturna og mumla svo af ánægju. Að geta ekki gert þetta veldur pirringi sem síðan getur valdið svefnleysi.

Meira um þreytuna. Ég fékk bréf frá sjúkrahúsinu í dag og þar stenur meðal annars að ég hafi misst talsvert blóð. Mér var gefið blóð eftir aðgerðina en sjálfsagt ekki í þeim mæli sem ég tapaði. Því segir í bréfinu að ég muni finna fyrir þreytu enn um skeið

Svo er enn eitt sem dregur úr lífsgæðunum og það eru stórir marblettir aftan á næstum öllum fætinum og þeir eru aumir. Það gerir að verkum að ég á erfitt með að sitja. Því gengur lífið mikið út á að fara framúr, leggja mig, fara í gönguferð, leggja mig, borða, leggja mig og gera æfingar þegar ég ligg. En hversu lélegur er ég þá? Konan sem skutlaði mér upp til Lindesberg er einmitt núna frammi í stofu með Valdísi. Hún mátti stoppa þrisvar sinnum á þessari 40 km leið svo að ég gæti rétt úr fætinum til að gera lífið bærilegra. Og þá segi ég bærilegra. Ég get verið mikið þakklátur fyrir að vera laus við þá verki sem viðstöðulaust þjáðu mig á einn og annan hátt.


Kommentarer
Þórlaug

Það er einmitt það sem þú átt að gera, að blogga um batann þinn svo við getur fylgst með þér úr fjarlægð.



Bestu kveðjur til ykkar,



Þórlaug

2009-10-03 @ 23:53:49
Guðjon

Þórlalug, ennþá vil ég segja takk til ykkar beggja fyrir ferðina norður í Eyjafjörð í maí. Ég mun halda áfram að blogga.



Kveðja,



Guðjón

2009-10-04 @ 09:35:03
URL: http://gudjon.blogg.se/
Þórlaug

:-)))

2009-10-04 @ 13:51:06


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0