Ég nenni ekki að blogga

Í dag er ég heima aftur eftir mjaðmaskiptin. Ég fann um leið og ég vaknaði eftir aðgerðina að það hafði eitthvað gott skeð í vinstri fætinum og ég er allur betri. En hvað ég varð þreyttur eftir heimferðina, eins og smá barn sem hefur þátt í of miklu. Ég bara nenni ekki að blogga. Að hugsa sér, þá er ég þreyttur og nú legg ég mig eftir að hafa sofið í tvo tíma. En ég er búinn að bursta og pissa svo að ég sinni alla vega hlutunum hlutunum.

Góða nótt


Kommentarer
Guðmundur Ragnars

Mér þykir gott að sjá að þú berð þig vel eftir aðgerðina. Nú er bara að hvílast vel og safna sér saman í rólegheitunum. Góðir hlutir gerast hægt...

Óska þér góðs bata og bið að heilsa Valdísi.

Bestu kveðjur frá

Guðmundi

2009-09-28 @ 22:39:15
Auja

Mikið er´nú gott að heyra að þetta gekk vel. Þú hoppar um eins og unglamb í skóginum áður en þú veist af

Bestu kveðjur

Auja

2009-09-28 @ 23:01:30
Þórlaug

Gaman að heyra hvað þú ert hress eftir aðgerðina. Þú verður farinn að hlaupa áður en þú veist af, passaðu þig bara að fara ekki of geyst af stað :-))

2009-09-28 @ 23:17:54
Gudjon

Þetta verða nú meiri hlaupin ef allt gengur eftir sem þið segið, en það er líka opið og bara undir mér komið að virkja möguleikann. Þakka ykkur fyrir góðar kveðjur og óskir og við höldum áfram að heyrast.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-09-29 @ 20:10:31
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0