Ekki í banastuði í dag

Nei, ég er ekki í neinu banastuði í dag en kvarta heldur ekki. Ég er svo sannarlega á batavegi, skaftfellingurinn fótfrái eins og Jónatan tengdasonur sagði einhvern tíma. Þó ligg ég mest í rúminu og geri mínar æfingar með vissu millibili og geng svo með göngugrindina hornanna á milli. Fín þessi göngugrind sem ég fékk lánaða í Lindesberg, glæný. Hún er með fallegum gráum dekkjum og læstri bremsu og handbremsu og vöruflutningagrind. Ég má nú ekki falla fyrir því að nota göngugrind lengur en ég þarf. En ég gleymi oft hlutum hingað og þangað og þarf svo til baka til að sækja þá. Núna eru hlutirnir í göngugrindinni.

Sérstaklegqa eitt tré í Suðurbæjarskóginum er orðið gult. Annars eru grænu litirnir ennþá ráðandi. Sólin baðar skóginn og vestan golukaldi leikur við trjákrónurnar. Hitinn er um ellefu stig. Það hallar að hausti.


Kommentarer
Þórlaug

Ég held að þú sért samt í banastuði, bara fimm dagar frá aðgerð, þú kominn heim, gerir æfingar og gengur um og fylgist með gróðrinum:-))



Bestu kveðjur,



Þórlaug

2009-09-29 @ 22:20:48
Gudjon

Þetta er mikið rétt hjá þér Þórlaug þegar það er skoðað frá þessu sjónarhorni. Það er mikið búið að ske í mínu lífi síðustu vikuna.

2009-09-30 @ 20:38:03
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0