Aftur um barnabarn

Ég hef barist við aðgerðarleysi eftir að ég gekk frá reikningum mánaðarins fyrir einum tveimur eða þremur tímum. Ég ætlaði nefnilega að blogga og var búinn að velja myndir af honum nafna mínum, sjálfu barnabarninu. Svo skeði ekkert fyrr en allt í einu að ég leit á myndirnar sem ég hafði valið. Þegar ég svo leit á þær skammaðist ég mín fyrir að vera latur þegar svona skýr og glaður maður birtist á fyrstu myndinni með svo fallegt bros á vör.


Á þessari mynd er hann Hannes Guðjón ekki orðinn viku gamall en getur það bara verið? Jú, það er svo en okkur afa og ömmu rekur í rogastans þegar við horfum á þessa mynd. Drengurinn er þarna greinilega að fylgjast með foreldrunum og það verður ekki betur séð en það sé gaman.


Og hér horfir hann nafni minn á leikfang og eins og á fyrri myndinni; það er gaman. Það mun dragast að ég, afi, fari og hitti hann en mig grunar að amma muni taka rútuna og fara einhvern næstu daga til Stokkhólms til að horfa á hann og lyfta honum aðeins upp. Trúlega mun hún líka að setjast með hann á kné sér og tala til hans. Afi kemur seinna og fær kannski að keyra honum í barnavagni meðfram sundunum í Stokkhólmi. Svo auðvitað kemur hann einhvern tíma í heimsókn á Sólvelli og þá kemur nú afi nafni til með að vilja sýna honum eitt og annað og segja honum frá afrekum sínum í sveitinni.


Rósa mamma og Hannes Guðjón að leika sér.






Og Pétur pabbi og Hannes Guðjón að bauka eitthvað í félagi.


Ég verð nú að segja að tölvutæknin gefur mikla möguleika. Við vorum fyrir fáeinum dögum að skoða myndir af barnabörnunum á Íslandi og ekki fundust á árunum sem þau fæddust möguleikar á að skoða í öðrum löndum myndir af þeim nýfæddum.


Kommentarer
Þorsteinn

Sæll gamli vinur og til hamingju með hann nafna þinn. Hann er sérstaklega fallegt barn. Annars verð ég á fundum í Uppsala í næstu viku og verð í reiðileysi frá föstudagseftimiðdegi fram á sunnudag. Hefði gaman af að hitta einhverja vini í Svíþjóð, ykkur, Palla og Malin og Bengt. Ég hef samband þegar nær líður.

2009-09-21 @ 23:13:26
Auja

Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta fallega barn ekki eldri en hann er og nafnið fallegt á honum

Gangi þér vel Guðjón minn í aðgerðinni, þú verður farin að hlaupa um allt í Sólvallarskóginum áður en þú veist af.

kv Auja

2009-09-22 @ 21:59:58
Gudjon

Sæll þú líka gamli vinur. Ég fer á sjúkrahús á morgun, 23. sept og kem heim mánudag 28. eða þriðjudag 29. sept. Láttu hiklaust heyra frá þér. Þakka þér svo fyrir hamingjuóskirnar.



Kveðja,



Guðjón

2009-09-22 @ 22:40:24
URL: http://gudjon.blogg.se/
Gudjon

Þakka þér góðar óskir Auður mín, bæði varðandi barnabarnið og batann. Sólvallaskógurinn mun verða ríkulegur þáttur í bata mínum.



Bestu kveðjur til ykkar beggja frá Valdísi og Guðjóni

2009-09-22 @ 22:43:05
URL: http://gudjon.blogg.se/
Sara

Yndislega fallegar myndir af nafna þínum. Vonandi gengur vel.

2009-09-29 @ 15:23:59
Gudjon

Sara, það gekk vel, takk fyrir og ég held að við erum grútmontin yfir myndunum. Skilaðu kveðju í Eyjuna í norðri.



Kveðja,



Guðjón

2009-09-29 @ 20:14:20
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0