Hann nafni minn

Það er nú meira hvað ég er orðinn tilfinninganæmur með aldrinum. Bara að horfa á þessa mynd vekur hjá mér lotningu fyrir lífinu og yljar mér fyrir brjósti. Lífið er merkilegt fyrirbæri. Í dag hringdi ég til foreldranna og átti ekki von á neinu sérstöku en svo sagði Rósa allt í einu að það væri búið að ákveða nafnið.


Hann á að heita Hannes Guðjón sagði Rósa eftir svolitla hljóða stund og ég fann á augnablikinu hvernig klökkvinn þrýsti sér upp í hálsinn á mér. Ég átti ekki von á mínu nafni þarna vegna þess að flestir svíar eiga erfitt með að heyra nafnið mitt í fyrstu tilraun og þessi drengur á jú heima í þessu landi. En Hannes eiga svíar ekki erfitt með og nafnið er þekkt hér. Það er bæði skrifað og sagt eins á íslensku og sænsku. Þannig leystu þau þetta mál. Þakka ykkur fyrir góðsemina í minn garð Rósa og Pétur.

Svo er hægt að skoða þetta á fleiri en einn hátt. Það er hægt að segja Hannes Guðjón Pétursson og svo er líka hægt að segja Hannes G. Pétursson. Tíminn leiðir í ljós hvernig það verður. Þú virðist sofa tryggur og öruggur með þig á þessari mynd nafni minn.





Heyrðu nafni minn, ertu að hlæja á þessari mynd, kominn í fín föt og með húfu. Það er ekki um að villast. Fáeinum dögum áður en Hannes Guðjón fæddist fylgdumst við með mjög fróðlegum þætti í sjónvarpi. Þar var sagt frá því að meðan börn væru í móðurkviði lærðu þau að þekkja raddir foreldranna, þau þekktu þá tónlist sem leikin væri á heimilinu og jafnvel að þau þekktu lyktina heima. Með þessa vitneskju fengna er ég ekki hissa á því að drengurinn brosi þegar hann er kominn í fínu fötin sín og heyrir mildar raddir foreldra sinna sem tala hamingjusöm yfir barni sínu. Ég er líka alveg á því hreina að hann hefur ekki, meðan hann var í móðurkviði, heyrt háværar eða styggar raddir heima fyrir.

Svo aðeins meira um Guðjónsnafnið í Svíþjóð. Sumir heyra nafn mitt í fyrstu tilraun, aðrir þurfa að hvá í eitt, tvö eða þrjú skipti og einstaka þarf helst að sjá það skrifað. Ungt fólk sem þekkir mig ávarpar mig við öll möguleg tækifæri með nafni og virðist þykja það þægilegt. Þau vilja líka láta mig heyra að þau geti notað þetta nafn sem er óvenjulegt hér.

Ég er að lagast af kvefi en Valdís jafnvel að fá kvef. Hannes Guðjón fær því trúlega að bíða enn um sinn eftir því að hitta afa og ömmu í Örebro


Kommentarer
Þórlaug

Til hamingju með nafnið, ekki er ég hissa þó hann beri nafnið þitt.



Bestu kveðjur til ykkar allra.

2009-09-12 @ 21:25:12
Guðjón Björnsson

Þakka þér fyrir Þórlaug. Ég er kannski ekki hissa en átti samt ekki von á því.



Með bestu kveðju frá okkur Valdísi

2009-09-12 @ 22:43:26
URL: http://gudjon.blogg.se/
Auja

Kæru vinir innilega til hamingju með þennan fallega dreng og nöfnin lika

Knús Auja

2009-09-12 @ 23:32:05
Sara

Til hamingju með nafnan. Þetta er fallegt og kjarnyrt gott íslenskt nafn á yndislegum dreng. Innilega til hamingju með kraftaverk lífsins.



Kveðja úr 108, Sara og co.

2009-09-13 @ 14:10:18
Gudjon

Þakka ykkur fyrir allar þrjár. Kraftaverk lífsins, já Sara, þú hittir flott í mark þarna.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-09-13 @ 20:41:31
URL: http://gudjon.blogg.se/
Svandís

Innilegar hamingjuóskir til afa og ömmu með þennan falega dreng og ekki skemmir nafnið. Það verður kátt í höllinni þegar hann kemur í heimsókn. Hamingjuóskir og kveðjur til Rósu og Péturs.

Kærar kveðjur. Dísa og Ottó.

2009-09-14 @ 13:41:14
Gudjon

Þakka ykkur fyrir Dísa og Ottó. Já, það verður kátt í höllinni.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2009-09-14 @ 23:36:18
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0