Hvað á ég að segja

Jæja, hér sit ég og velti fyrir mér hvort ég eigi að blogga eður ei. Ég veit að það eru svo margar miljónir manna og kvenna sem hafa fengið nýja mjaðmaliði að ég get ekki bloggað einhvern helling um það. Ég kem þó til með að gera það við tækifæri seinna. Ég á líka eftir að blogga um vissa þætti Íslandsferðar okkar Valdísar í vor svo eitthvað sé nefnt. Það er mér ekki sérstök ánægja að sitja við tölvuna ennþá eftir aðgerðina en það er bara tímaspursmál.

Ég var búinn að stefna að því lengi að geta tekið því rólega eftir aðgerð og nú er sá tími frammi. Ég stunda mína æfingar nokkuð samviskusamlega og er búinn að fara eina gönguferð úti í dag. Þess á milli á ég alls ekki erfitt með að horfa úr rúminu upp í loftið og hugsa svo sem ekki neitt, eða horfa á veggfóðursborðann upp undir loftinu og athuga hvort blómunum sé örugglega raðað eins saman í öllum blómaknöppunum sem eru í þessum borða með svo sem 35 sm millibili. Ég nenni ekki einu sinni að lesa bók ennþá, er hreinlega ekki kominn þangað. Á Sólvöllum er allt tilbúið eins og óskir okkar stóðu til fyrir aðgerð og ég var búinn að vinna allt sumarið eins og norrænn víkingur til að hafa pínulítið í kornhlöðunni þegar þessi aðgerðarlausi og launalausi tími eftir aðgerðina hæfist. Svo allt í einu eins og þruma úr heiðskýru lofti brast aðgerðin á mánuði fyrir áætlaðan tíma. Hvað þetta er allt saman notalegt. Ég mundi að vísu óska þess af heilum hug að íslenska krónan hækkaði hressilega svo að hún yrði einhvers virði hér úti. Þá væri allt fullkomið. Það mundi líka að sjálfsögðu koma sér vel fyrir alla aðra íslendinga.

Nú er mál til komið að taka eina æfingaumferðina enn og borða svo léttan miðdegisverð. Valdís er í leikfimi ásamt nokkrum öðrum konum niður í miðbæ. Suðurbæjarskógurinn baðaður í sól hefur fleiri haustliti en í gær og langt á suðurhimni eru fyrirferðarmiklir skýjaklakkar á leið austur á bóginn. Hitinn er ellefu stig. Í líkama mínum hefur hins vegar vorið hafið innreið sína.



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0