Kominn niður á jörðina

Ég, hinn nýendurkrýndi afi, er nú lentur í jarðríki á ný. Í morgun bloggaði ég um fæðingu dóttursonarins í gær en hafði ekki mynd. Nú er myndin fengin og einnig leyfi foreldranna til að nota hana á bloggið mitt. Hvernig ætti að vera hægt að sniðganga það þegar um slíkt kraftaverk er að ræða; nýr maður er kominn í heiminn.


Já, blessaður kallinn minn, hvenær ætli við hittumst. Í dag er ég, afi, kvefaður og hætt við að ég verði það einn eða tvo daga til viðbótar. Ekki vil ég þér svo illa að ég vilji bera til þín þær bakteríur sem ég ber bæði í mér og á núna. Okkar tækifæri kemur að við afi og amma komum og hittum þig.

Rósa mín og Pétur minn, innilega til hamingju með barnið ykkar segja afi og amma, þetta fallega, lifandi sköpunarverk. Gangi ykkur allt í haginn.


Kommentarer
Auja

Kæru vinir, innilega til hamingju með þennan fallega stóra dreng. Til hamingju enn og aftur

knús Auja

2009-09-11 @ 13:32:35
Auja

Kæru vinir

Innilegar hamingjuóskir með þetta fallega stóra barnabarn.

knús Auja

2009-09-11 @ 13:34:08
Guðjón

Við þökkum svo hjartanlega fyrir okkur Auður og okkar bestu kveðjur til ykkar Þóris. Við erum í sveitinni ellilífeyrisþegarnir og það er síðsumar, mjög gott síðsumar. Það er ekki hægt að kalla það haust ennþá.



Kveðja,



Guðjón

2009-09-11 @ 15:06:18
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0