Allt og ekkert

Við vorum að horfa á spurningaþátt í sjónvarpinu og ég gerði nokkrar tilraunir til að svara á undan þátttakendunum. Þegar ég hafði svarað vitlaust nokkrum sinnum slumpaðist ég að lokum til að svara einni spurningu rétt. Eftir það reyndi ég ekki að svara, það var best að hafa svarað síðustu spurningu rétt. Síðan, á milli þátta, var einn þátttakenda beðinn að nefna þá staði þar sem hann hafði komið við á í hringinn í kringum jörðina ferðalagi sínu. Þá gekk ég frá sjónvarpinu þar sem ég hafði heimsótt svo fáar heimsborgir, í fyrsta lagi Stokkhólm og Reykjavík.

Fólk hafði talað svo mikið um myndina "Menn sem hata konur" á feisbókinni og fóru svo góðum orðum um hana. Því keypti Valdís myndina á geisladiski. Ég var að vinna í dag og langaði allt í einu að slappa af yfir einhverju virkilega góðu nú í kvöld. Ég hringdi því í Valdísi í dag og stakk upp á því að horfa á myndina í kvöld og hafa það notaleg á þann hátt. Hún samþykkti. Ég nefndi þetta við vinnufélaga mína áður en ég fór heim og þeir fóru að lýsa innihaldi myndarinnar fyrir mér. Eftir það þótti mér vænlegast að horfa frekar á þennan spurningaþátt. Ég mæli með mynd sem heitir á sænsku "Så som i himmelen". Menn sem hata konur kem ég til með að sjá síðar.

Trönurnar eru farnar að sjást í stærri hópum sem þýðir að það er liðið á sumarið. Það var 12 stiga hiti þegar ég fór í vinnu klukkan sjö í morgun og blæja log. Ég fór á stutterma skyrtunni að vanda. Á leiðinni heim hafði ég 14 stiga hita og í fyrsta skipti síðan fyrir mörgum vikum greip ég jakkann þegar ég fór úr bílnum og fór í honum inn ef það skyldi verða þannig veður í fyrramálið að ég þyrfti á honum að halda. Svo kom í ljós að spáð er 15 til 18 stiga hita næstu fimm daga. Eftir það á að hlýna. Ég verð líka væntanlega í fríi alla næstu viku.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0