Vornes

Það er sem sagt kominn 1. september og ekkert lát á blaðgrænunni þar sem ég horfi nú upp í Suðurbæjarbrekkuna. Alveg merkilegt hvað úrkoma, sól og hiti hafa haft gott jafnvægi sín á milli þetta sumar og hlúð að lífinu. Sumar bjarkir eru komnar með þreytulit en þó ekki í Suðurbæjarbrekkunni eins og ég sagði. Það er kannski ekki skrýtið að bjarkirnar fari að vera lúnar ef það stenst að hvert laufblað andi út 60 lítrum af vatni á einu sumri auk alls þess súrefnis sem þær skaffa. Lífríkið er nú alveg makalauast.

Tveir menn gengu skógarstíg og annar þeirra ýtti á undan sér hjólastól og í hjólastólnum sat sjö ára strákur sem var ógöngufær vegna mjaðmasjúkdóms. Fullorðnu mennirnir ræddu heimsmál, Nóbelsverðlaun, geimferðir og fleira gagnlegt. Strákurinn í hjólastólnum sagði; sjáið þið pödduna þarna. Geimferðin til Mars var nú á dagskrá hjá þeim, langt ofan þessarar pöddu sem skreið eftir jarðveginum og strákurinn sá. Stráksi gaf sig ekki og hélt áfram að benda á pöddur sem á vegi þeirra urðu, stórar járnsmiðslíknandi bjöllur. Að lokum varð hann þreyttur á sinnuleysi þeirra fullorðnu og argaði til þeirra hvort þeir sæu ekki neitt. Þá spurðu þeir að loksins hvað gerði hann órólegan. Hann benti niður í jörðina og spurði hvað þessar pöddur hétu. Þeir litu niður og sáu að það var líka líf þarna niðri sem auðvelt var að gleyma.

Ég kannast við þessar bjöllur en veit ekki hvað þær heita. Strákurinn í hjólastólnum getur gengið í dag. Hann getur verið sauðþrár og hann er vinnufélagi minn.


Hér um daginn talaði ég um það við Valdísi að það væri vitleysa af mér að vera ekki öðru hvoru með myndavélina með mér þegar ég fer í vinnu, það væri svo margt fallegt sem bæri fyrir augu. Nú er ég búinn að fara tvisvar með myndavélina eftir þetta og hér fyrir neðan eru tvær myndir sem ég tók í Vornesi í gær. Valdís hefur svo sett fleiri á Flickr.



Hér er séð af svölum á annarri hæð móti innkeyrslunni heim að Vornesi. Innkeyrslan er ekki klippt. Það eru vörubílarnir sem koma með lífsnauðsynjar og ruslabíllinn sem annast viðhaldið innanfrá. Fyrr á árum var það fastráðinn garðyrkjumaður sem annaðist allt umhverfi í Vornesi og í dag, mörgum árum seinna, ber staðurinn þess glögg merki. Það er mikil áskorun til þeirra sem hafa með þetta að gera í dag að viðhalda því sem hinn nú háaldraði garðyrkjumaður skildi eftir sig. Ég hef gegnum árin tekið á móti mörgu fólkinu sem hefur komið í Vornes, ekki bara sjúkilingum, heldur fólki sem hefur verið starfandi við allt mögulegt í samfélaginu og farið víða. Hvort það hefur verið vetur eða sumar hefur þetta fólk talað mikið um það að Vornes sé sem einn stór skrúðgarður.




Tréð á þessari mynd er lind. Húsið við hliðina á trénu er er í reynd fullar tvær hæðir og kjallari undir, bara til að gera sér grein fyrir stærðinni.  Á þrettán og hálfu ári sem ég hef unnið í Vornesi merki égt vel hversu mikið þetta tré hefur vaxið, ég sem hélt þegar ég kom þangað fyrst að það gæti ekki vaxið meira. Það fer að nálgast húsgaflinn. Þau eru mörg svona tré í Vornesi.


Kommentarer
Björn Jóhannsson

Flott bloggsíða Guðjón.



Ég hef á tilfinningunni að þú og þínir blómstrið í þessu umhverfi, með fingurna í moldinni og hugan við velferð samborgaranna, hvað er betra fyrir sálartetrið!!



kær kveðja



Björn

2009-09-02 @ 11:12:46
Gudjon

Eða hvað Björn, við kvörtum alls ekki.



Kveðja,



Guðjón

2009-09-02 @ 13:48:19
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0