13. apríl

Það er víst afmælisdagurinn minn og hvað segir maður á afmælisdaginn sinn. Ég eiginlega veit það ekki en ef að vanda lætur er nóg að ég byrji þá bara kemur það. Það er nú meiri uppfinningin þessi Feisbók. Það hefur svoleiðis rignt inn afmæliskveðjunum að mér næstum finnst sem ég eigi barnaafmæli. En sannleikurinn er sá að fólk veit þó að ég er til. Það kemur upp á Feisbókinni þegar einhver í vinahópnum á afmæli, en það getur vel farið framhjá mér.

Ég fékk seinni partinn línu frá henni Evu Þórðardóttur Buskqvist og hún segist geta látið sér detta í hug að Valdís sé búin að stjana við mig í dag. Já, um þrjú leytið angaði byggðarlagið af pönnukökulykt og um hálf sex leytið af steiktri ýsu veiddri á Íslandmiðum. Og hvað haldið þið svo að hafi skeð um átta leytið. Pönnukökulyktin gekk aftur og svo var kvöldkaffi. Já Eva, þú ert sannspá. Ég get ekki kvartað. Þú hlýtur að hafa hitt Valdísi einhvern tíma.

Annars ætluðum við að vera dugleg úti í dag en alla vega ég komst ekki í sama gír og í gær. Ég má heldur ekki fara að halda að allir dagar verði afkastamestu dagarnir. Ég er ekki tilneyddur að gefa neina skýrslu en ég fer nú líklega ekki að láta afmælisdaginn minn fara fram hjá dagbókarfærslum. Það væru hrein bókhaldssvik. En það eru hérna nokkrar myndir sem ég tók frá eftir að við borðuðum ýsuna sem var veidd á Íslandsmiðum. Það er þægilegt að notast myndir þegar skáldagáfan lætur á sér standa.

Hann er eins og pínulítið óléttur þessi
Ég var úti við geymslu og var að fara í fötin sem ég nota þegar ég vinn með keðjusög þegar hann Páll bróðir minn hringdi. Það var ágætlega hlýtt og það var sól og ég stóð mitt í dýragarðinum hennar Valdísar. Ég sé ekki betur en hvíta öndin sé að skjótast fyrir hornið. Hún er líklega að hugsa að hreiðurgerð. En svo lít ég á magan á sjálfum mér og uppgötva að hann er að tútna út. Kannski ég þurfi líka að fara að huga að hreiðurgerð. Valdís hefur sjálfsagt stjanað of mikið við mig. Svo spjölluðum við bróðir saman um stund og síðan lá leiðin út í skóginn.

Svona lítur órækt í skóginum út
Ég hef í tvö til þrjú ár horft á þennan reynivið sem vex þarna rammskakkur mitt í greniþykkni og viljað fella hann ásamt lágu en breiðvöxnu greni sem hefur skaðast af reyniviðnum. Það eru margar efnilegar eikar- og birkiplöntur þarna sem eiga engan möguleika nema þessi tvö tré séu felld. Eftir rannsóknarferð okkar hjóna fyrr í dag var tekin ákvörðun um að fara nú og koma þessu í verk.

Og þarna fellur illa haldinn reynuviður
Valdísi tókst að ná mynd af reyniviðnum í fallinu og hann féll á milli tveggja grenitrjáa eins og til stóð og ekkert skemmdist. Til vinstri sést myrkrið sem of þétt tré valda. Svo þegar grenitréð var fallið líka bókstaflega flæddi sólin inn á svæðið og eikar- og birkiplönturnar munu nú taka hressilega við sér og vaxa mikið í sumar. Ekkert er því til fyrirstöðu.

All gamall skógur
Hér erum við svo komin að landamörkum okkar og sjáum út í skóg til hægri sem einstaklingur í nágrenninu á. Til vinstri er hins vegar skógurinn hans Arnolds og ég er að bardúsa við stubbinn sem eftir stóð þegar snjórinn braut eitt af grenitrjánum hans. Til þess að sjá til þess að skógurinn til hægri verði ekki felldur væri ekki vitlaust að eignast hann. Blogg um það síðar.

Nú skulu hérarnir hafa það, Valdís gengur frá naghlíf
Við erum þarna komin heim á lóð aftur og búin að gróðrusetja tvö eplatré í staðinn fyrir þau sem hérarnir eyðilögðu í vetur. Valdís er þarna að ganga frá naghlíf sem fyrirbyggir þetta en ef snjórinn verður nógu djúpur komast hérarnir upp fyrir naghlífina og verða voða glaðir. En þá verðum við ekki jafn glöð og eina leiðin ef snjórinn verður svo djúpur er að moka honum frá trénu. Það er eina örugga leiðin segja Svíar.

Já, hvað getur maður sagt yfir svona mynd, jafnvel þótt ég sé afinn verður mér ögn orðavant
Svo er að lokum þessi ómótstæðilega mynd. Sænsku konurnar eru alveg bálskotnar í drengnum, honum dóttursyni mínum. Þessi mynd er tekin þegar ég sótti Valdísi til uppsala upp úr 20. mars.



Kommentarer
Markku

Han ser bestämd ut - chefen som står och pratar i mobilen i bara strumplästen ;) Figurerna till höger får du allt ta lite bättre bilder på, speciellt om de är Made by Gudjon™....

2010-04-17 @ 17:55:17
Guðjón

Ja, du, Markku, chefen måste vara bestämd och ansvarsfull dagen han fyller 68 år. Det var på grund av födelsedagen som min älsta bror ringde mig denna dag, just när jag höll på att ta på mig skyddskläderna innan jag började med kädjesågen. Djuren tillhör min frus zoologiska trädgård (säger vi på skoj) men dessa djur fick vi på köpet när vi köpte huset. Huset bakom mig är ett förråd som jag snyggade till strax efter att vi köpte.

2010-04-17 @ 20:28:40


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0