Það mælti mín móðir

Í gær bloggaði ég undir yfirskriftinni "Að höggva mann og annan". Það er lang einfaldast fyrir mig að viðurkenna að ég kunni ekki vísuna sem er kennd við Egil skallagrímsson þó að ég myndi þessa ljóðlínu, en hún malaði í höfðinu á mér eftir að ég bloggaði í gær og aftur þegar ég vaknaði. Nú, það var svo einfalt að ég skrifaði "höggva mann og annan" á Google núna rétt áðan og fékk upp fjöldan allan af fyrirsögnum. Svo fór ég inn á blogg Ómars Ragnarssonar frá 31. maí 2007 og las bloggið og lærði vísuna.

Það mælti mín móðir
að mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar
fara á brott með víkingum
standa uppi í stafni
stýra dýrum knerri
halda svo til hafnar
og höggva mann og annan.

Mér finnst þetta ilma rosalega mikið af anda útrásarvíkinga og blogg Ómars var fróðlegt að lesa. En ég veit að sólin smýgur ljúflega inn um austurgluggann og broshýrar skógarsóleyjarnar eru byrjaðar að þekja skógarbotninn. Það er komið mál fyrir mig að fara út og gera skemmtilega hluti.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0