Um Reyni Böðvarsson og fleira

Klukkan átta fyrst opnaði ég augun og hugsaði med mér að það væri kannski kominn tími til að taka þátt í lífinu. Það heyrðist óljóst gegnum loftinntakið vestan á húsinu að það blés úti. Það var líka búið að lofa því í gær. Nokkrar mínútur tók ég í að hugsa minn gang, ég las nokkrar línur og svo ætlaði ég bara að koma mér af stað, kveikja upp og borða morgunverðinn. Í gær ákvað ég hvað ég ætlaði að gera í dag og ég vildi koma mér sem fyrst að verki. Svo gekk ég framhjá tölvunni og hægði á mér. Svo, gegn því sem ég hafði hugsað mér, kveikti ég á henni og smellti á ruv.is. Það var svo sem ekkert óvænt, en það var einmitt þetta hvort það hefði nokkuð "sérstakt" átt sér stað á Íslandi. Ég sá að það var byrjuð að falla aska í Vestmannaeyjum en sá ekkert nýtt um gosið.

Og ég sem hefði átt að byrja á því að kveikja upp. Nú sneri ég mér að því og þá kom Valdís og kveikti á sænska sjónvarpinu. Þar var á þeirri stundu Lasse Bengtsson að tala í síma við sænskuna Anniku Rosén sem býr væntanlega undir Eyjafjöllunum þó að ég hafi aldrei heyrt nákvæmlega hvar hún býr. Hún talaði um ösku, búpening og óvissuna um framhaldið í tíu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Eftir all langt samtal við Önnu sagði Lasse að til hans væri kominn annar Íslendingur sem hefði þekkingu á eldgosum. Þar var kominn Reynir Böðvarsson jarðskjálftafræðingur í Uppsala og forstöðumaður fyrir einhverri jarðfræði- og jarðskjálftadeild á landsmælikvarða (of flókið fyrir mig að útskýra). Á Wikipedia er hann sagður sænskur en Lasse nefndi hann sem Íslending. Wikipedia segir líka um Reyni að fjölmiðlar nefni hann oft sem sérfræðing varðandi jarðskjálfta og þess háttar. Lasse hafði mjög fróðlegt samtal við Reyni og lokaspurningin var hvenær þetta mundi enda. Það gæti hætt skyndilega á morgun sagði Reynir og það gæti líka staðið yfir í marga mánuði. Það var ekki björgulegur endir á samtalinu en það er bara veruleikinn sagði Reynir. Svíar almennt sem fygljast eitthvað með telja Reyni vera Íslending.

Ísland, Eyjafjallajökull og aska eru nöfn sem hafa ríkt mjög í sjónvarpi og útvarpi hér síðustu dægrin, hafa verið fyrstu orðin í öllum fréttatímum og fengið langa umfjöllun. Í gærkvöldi sagði í fréttum að miljónir fólks í Evrópu væru strandaglópar, kæmust ekki af stað eða kæmust ekki heim. Reynir sagði líka í sjónvarpinu að það væru þeir ríku sem nú yrðu fyrir mestum áhrifum, þeir sem notuðu þotur. Þeir fátæku gætu haldið sínu áfram eftir sem áður. Vissar efasemdir hafa komið fram um að askan sé svo hættuleg sem sagt er. Nokkrar finnskar orrustuþotur lentu í ösku sem menn vissu ekki þá að væri þegar komin yfir Finnland. Nokkrir þotuhreyflanna voru stórskemmdir eftir og hefðu valdið íkveikju eftir nógu langan tíma sögðu Finnarnir.

Hvað er ég svo að gera með hér úti í Svíþjóð að skrifa um eldgos á Íslandi fyrir Íslendinga?


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0