Vonbrigði

Við Valdís fórum út fyrr en venjulega í morgun og unnum af krafti við vorverkin. Við fylgdumst með klukkunni og þegar tíminn nálgaðist að það kæmu fréttir af birtingu "skýrslunnar" ætluðum við inn til að fylgjast með. Svo litum við hvort á annað og sögðum svo; ætlum við að fylgjast með, nei, hvers vegna skyldum við gera það? Svo héldum við áfram vorverkunum.

Ég veit að það hafa margir farið mikið verr út úr íslenska efnahagshruninu en við Valdís en hér er ég að tala um okkur en ekki aðra. Sem ellilífeyrisþegar var ljóst að við mundum fá 35 % af tekjum okkar frá Svíþjóð og 65 % frá Íslandi. Þetta var niðurstaðan eftir að hafa talað við lífeyrissjóði á Íslandi og tryggingastofnun. Við gerðum áætlanir sem byggðust á þessu og eftirmiðdagur lífs okkar leit ágætlega út. Fyrri hluta árs 2008 lækkaði allt í einu íslenska krónan um 20 til 30 % í verði móti þeirri sænsku. Það má nánast segja að þetta hafi skeð á einni nóttu.

Haustið 2008 var þessi lækkun orðin 50 %. 65 % tekna okkar höfðu lækkað um 50 %. Það er all nokkuð og aðrir peningar sem við áttum á Íslandi voru nú bara hálfvirði. Við fengum sem sagt að smakka á því eins og svo margir aðrir Íslendingar. En það var bara að taka því, við vorum Íslendingar og við mundum taka þátt í skellinum eins og aðrir.

Síðan skeði nokkuð sem erfitt var fyrir mig að sætta mig við. Upp hófst á Alþingi rugludallaspil, atkvæðasöfnun og eftirtektarsýkin blómstraði. Forsetinn sprengdi reyksprengju og frestaði þar með því óhjákvæmilega og einnig efnahagslegum bata á Íslandi. Á sama tíma jókst fylgi flokkanna sem voru við stjórn í einkavæðingaæðinu gríðarlega. Þá fylltist mælirinn. Í mínum huga hefðu þeir átt það skilið að fá einn til þrjá þingmenn eða svo og búa við það í svo sem 20 ár. Þá hefðu menn komist að því hvar Davíð keypti ölið og það kostaði sitt að vera óábyrgur stjórnmálamaður. Ég hef alls ekki getað skilið þessa fylgisaukningu og eftir þetta minkaði vilji minn til að vera Íslendingur -svo sorglegt sem það nú er.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0