Smíðavinna

Við hérna strákarnir, afi og dóttursonur, höfum hamast við að smíða í dag þannig að það hefur rokið úr skósólunum okkar, svo mikil hefur ferðin verið á okkur. Það hefur heil mikið skeð í vikunni og ég ætlaði að gera þessu svolítil skil núna en mér gengur ekki vel með myndir. Ég ætlaði nefnilega að kynna dóttursoninn Kristinn en myndirnar leika ekki í höndunum á mér í kvöld og það eru villur í textunum. Kannski ég þurfi að fara að hvíla mig eftir vinnuviku í Vornesi og smíðar heima. Ég held að Óli sé farinn að kasta sandi í augun á mér, svo óþolinmóður bíður hann eftir að fara að vagga mér inn í drumalandið. Ég læt því nægja að birta tvær myndir af smiðnum okkar.


Þessi mynd var tekin fyrir fimm árum og það er heldur betur að sjá að það sé mikið að gera. Hér er Kristinn með keðjusögina og gengur vasklega móts við tré sem hann ætlar að fara að fella


Og á þessari mynd frá sama tíma er hann að hverfa inn í skóginn þar sem hann tók hann heldur betur til hendinni. Göngulagið er vasklegt. Betra blogg þegar mér gengur betur við hlutina.


Kommentarer
Anonym

Hvað kostar málverkið mágur minn.Þessi líka flotta skógarmynd..

2010-08-09 @ 19:23:23
Guðjón

Já mágkona. þetta málverk sem þú talar um er nú eitthvað það allra besta sem ég hef nokkru sinni augum litið. Fólk skilur kannski ekki almennt hvað við eigum við með þessu málverkatali, en ég kem til með að blogga um það og sýna myndir. Ég hef bara ekki haft tíma til að gera þessum hlutum þau skil sem ég vil. Svona er ellilífeyrisþegalífið.



Með bestu kveðju frá mági

2010-08-09 @ 20:53:23


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0