Frændur á Sólvöllum

Þeir hittust hér á Sólvöllum systrasynirnir Kristinn Jónatansson og Hannes Guðjón. Það munar á þeim rúmum 26 árum og heil mikið bæði í lengd og þyngd. Samt kom þeim skínandi vel saman. Það er mikið bloggefni sem hefur verið á ferðinni í kollinum á mér en eitt og annað hefur valdið því að hefur ekki orðið að veruleika. En nú er ég sestur niður eftir heitan og rakann dag, dálítið sveittur og líka ánægður yfir að enn einum áfanga er náð í byggingarframkvæmdum okkar. Áfangar mínir þurfa ekki að vera stórir til að vera ánægjulegir. En aftur að þeim frændum.


Fyrir nokkrum árum keyptu Rósa og Pétur berjaplöntur og gróðursettu eina 20 metra út í skógi bakvið húsið. Síðan hefur verið að bætast við þessar plöntur, eða runna, og nú er komin lítil, fín grasflöt milli þeirra. Á þessa grasflöt er svo kominn bekkur þar sem hægt er að sitja mitt í háum og lágum gróðri og ræða heimspeki og hversdagslega hluti. Það er einmitt það sem frændurnir Kristinn og Hannes eru að gera þarna. En svo uppgötvaði Hannes nokkuð alveg rosalega spennandi.


Hann sá bláber á runna frá því í vor. Þetta eru einhver amerísk bláber og verða á stærði við lítil vínber. Nú varð lífið verulega spennandi.


Eitt af öðru hurfu berin af runnanum og upp í munninn á litla manninum. Namm, namm, hvað þetta var gott. Við notum þessa mynd sem skjámynd og í þeirri stærð sést berið sem hann er að taka svo vel og það sést einnig að hann er með ber í munninum. Þetta var stuttu eftir að hann og mamma hans komu á Sólvelli á laugardaginn var og það var sem það væri afar mikilvægt að borgarbarnið hefði aðgang að þessari grænu og gjöfulu náttúru.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0