Nú er það bara þrældómur

Ég kallaði síðasta blogg "Skuldsettur maður er ófrjáls maður". Síðar í blogginu sagði ég að skuldlaus maður væri ófrjðáls maður. Það var auðvitað rangt og á báðum stöðum átti að standa að skuldsettur maður væri ófrjáls maður. Skiptir kannski litlu máli enda hafa flestir sjálfsagt skilið að svo átti að vera. Það nerfnilegas lásu margir þetta blogg.

Í morgun kom ég heim úr vinnu eftir sólarhring og á morgun fer ég aftur í vinnu í sólarhring. Ég er hálfgert að vorkenna mér þessa dagana því að ég er líka að reyna að vinna hér heima. Hér er staddur smiður sem ég er búinn að nefna nýlega, barnabarnið elsta, og þegar hann tekur sig til hreinlega rýkur af honum. Hann er líka að heilsa upp á vinahóp sem hann eignaðist þegar hann vann hér fyrir fimm árum. Svo á það líka að vera og þegar maður hefur eignast vinahóp á maður alls ekki að sleppa af honum ef mögulegt er að halda kynnunum. Það kenndi Vilborg Harðardóttir blaðamaður mér fyrir einum 35 árum. Þegar hún sagði þetta og útskýrði það var það svo ótrúlega satt og ég hef aldrei gleymt því en kannski ekki haft í heiðri sem skyldi.

En eins og sagt var fer ég í vinnu á morgun. Það er talsverð vinna fyrir mig fram að 20. ágúst en eftir það verður það nú hálfgert ellilífeyrisþegalíf hjá mér. Ég var að kíkja á íslensku krónuna áðan og hún er enn í sömu eymdinni þannig að ellilífeyririnn okkar frá Íslandi er greiddur með afar þunnum, hálf glærum seðlum. En ég er ákveðinn í að bera höfuðið hátt og vera stoltur ellilífeyrisþegi sem byggir hús og veitir öðrum vinnu sem síðan greiða skatta til Anders Borg. Í staðinn greiðir Anders Borg smiðnum og gröfumanninum helminginn af vinnulaununum þeirra og veit þar með að mér er hlýtt til hans. Hann er líka fjármálaráðherra sem greiðir í tagl (eða stert). Þetta þýðir að ég borga engan skatt af því sem ég vinn fyrir í Vornesi á þessu ári og því get ég sagt með stórum stöfum HAHAHA. Svo lengi sem ég borga skatt borgar Anders helminginn af vinnulaununum.

Nú er mál að drekka eins og eitt stórt glas af björnberjasafti og bursta svo og pissa. Óli Lokbrá er líka vinur minn. Ég á marga vini. Hann syngur fyrir mig vögguljóð og hann veit að ég sofna afar fljótt þegar ég er lagstur á koddann. Ég man stundum varla eftir því að ég hafi lagst á koddann. Það er mikill munur að vera með nýjan mjaðmalið úr títan. Hann fékk ég líka frá Anders Borg og ég borgaði bara 400 sænskar krónur sem er rétt fyrir sendingarkostnaðinum.

Svo er enginn þrældómur á mér. Ég var bara að plata. Ég segi eins og svo oft áður að að það flesta sem ég geri er skemmtilegt.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0