Ekki hægt að hugsa það til enda

"Fyrsta sjálfsvígssprengjuárásin á sænskri grundu var fordæmd við föstudagsbænir í stærstu mosku Stokkhólms í dag."

Þetta las ég á ruv.is áðan og það fékk mig einu sinni enn til að hugsa eftirfarandi: Ef þessi maður hefði komist niður í neðanjarðarlestarstöð fulla af fólki og náð að sprengja allt sem hann hafði meðferðis, ja, það er bara ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda. Þvílík skelfileg aðkoma það hefði orðið.

Eiginlega fannst mér þegar ég hafði skrifað þetta að það væri spurning hvort það væri í lagi að skrifa það. Ef það hefur virkilega staðið til þá segi ég bara: Þakka þér fyrir góði Guð að það tókst ekki.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0