Lifir lengur og líður betur

Um daginn bloggaði ég undir fyrirsögninni "Hvað er sálarró?". Ég skrifaði þar í mjög stuttri umfjöllun um skort á andlegheitum og um andlegheit -út frá mínu sjónarmiði. Í gær lagði ég mig verulega snmemma þar sem ég ætlaði snemma á fætur og svo í vinnu í Vornesi. Ég greip aðra af tveimur bókum af náttbroðinu mínu, báðar um andlegheit. Bókin sem ég valdi var gefin út 2001 og ég opnaði hana af eins mikilli tilviljun og mér var mögulegt. Hún opnaðist á síðu tólf. Þar skrifar maður sem heitir Stefan Einhorn og er professor í öreindalíffræði eftirfarandi orð.

Fyrir fimm árum stóð ég allt í einu frammi fyrir hinu óskiljanlega.
Frá því að hafa verið trúarlega áhugalaus,
ákvað ég að skrifa bók um Guð.
I voru skynsemissamfélagi lokkast maður auðveldlega til að trúa
að innan tíðar höfum við þekkingu á öllu.
Ég trúi að margir vísindamenn hafi gengið í þá gildru.
Ég lít öðru vísi á það.
Ef öll hugsanleg þekking er eins og heil borg
er sú þekking sem við höfum í dag ekki stærri en svo að hún kæmist fyrir
í fataskáp í einu af húsum borgarinnar.
Sannleikurinn er að spurningin um tilvist Guðs
er ennþá ósvarað.
Fræðimenn segja í dag að Guð sé líffræðilegt tákn í heilanum,
en svo er það jú með allar hugsanir okkar og tilfinningar;
allt byggist á lífeðlisfræðilegu ferli í heilanum.
En það segir ekkert um það hvort Guð finnst eða ekki.
Hvað mig áhrærir túi ég að líkindin fyrir að Guð finnst
sé minnst 50 prósent.
Og einum hlut kemmst maður ekki undan,
fólk sem hefur innri andlegheit er hamingjusamara,
lifir lengur og líður betur.
Þess vegna er það eftirsóknarvert
að leita eftir því guðdómlega.
Hvort heldur Guð finnst eða ekki.


Þýðingin er mín og skyggða letrið nota ég til að leggja áherslu á þær línur. Mér þótti í gærkvöldi, og þykir enn, fróðlegt að sjá hvað prófessorinn í öreindalíffræði segir um andlegheitin, en hans skoðun, eða ég vil heldur segja vitneskja, styrkir það sem ég sagði í blogginu mínu um sálarró.

Kannski hugsar einhver sem svo að Guðjón sé alveg að klikka í einhverri trúardellu og andlegheitarugli. Sannleikurinn er þó sá að það eina sem hefur breytst hjá mér á þessu sviði til fjölda ára er að ég þegi minna yfir því nú en áður.

Ég endaði daginn í Vornesi í dag með því að hafa grúppu um 7. sporið í 12 spora prógramminu. Ég sagði þeim frá Stefan og þessum texta með áherslu á skyggðu línunum. Þau hlustuðu hljóð, kinkuðu kolli og voru að lokum mjög ánægð með skoðun og þekkingu þessa lærða manns; "Og einum hlut kemst maður ekki undan . . .". Þau eru mjög móttækileg fyrir svona málum í Vornesi enda er þetta líka boðskapur 12 spora prógrammsins.

Nú bíður draumalandið mín og koddinn svo mjúkur og hreinn.


Kommentarer
Þórlaug

Sæll Guðjón.



Það er örugglega satt sem þú skrifar hérna. Fólk sem hefur þessa sálarró smitar líka frá sér og það er gott að vera í návist þess.

Nú bíðum við eftir fjölskyldunnu frá Skotlandi, búið er að seinka flugvélinni, þau bíða á flugvellinum í Glasgow og við hérna heima.

Ég hef ekki getað sent ykkir tölvupóst undanfarið, eruð þið komin með nýtt netfang?

Bestu kveðjur,

Þórlaug

2010-12-18 @ 14:49:27
Guðjón Björnsson

Þakka þér fyrir Þórlaug. Já, við erum komin með ný netföng.



Valdís [email protected]

Guðjón [email protected]



Svo vona ég bara að fjölskyldan ykkar frá Skotlandi komist sem fyrst á leiðarenda.



Með bestu kveðju frá Valdísi og Guðjóni

2010-12-18 @ 18:50:24
URL: http://gudjon.blogg.se/
Þórlaug

Takk fyrir þetta Guðjón, ég prófa þau fljótlega.



Kveðja,

Þórlaug

2010-12-19 @ 14:21:35
Anonym

Já og Skotarnir mínir komust í gær.



Kveðja,



Þórlaug

2010-12-19 @ 14:22:50


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0