Að loknu hangikjöti

Já, það var ekkert annað en það að Valdís lumaði á hangikjöti sem angaði af hér um hálfa sveitina þegar hún sauð það í dag. Það er að komast á skipulag hér heima, eða alla vega er það gríðarlegur munur frá því kvöldið þann 23. febrúar þegar búið var að hrúga öllu inn á hálfgerðum hlaupum. Það má segja að það hafi skeð mest í dag og það var það sem Valdís var farin að skynja þegar hún skellti hangikjötinu í pottinn um miðjan dag.

Ég verð að segja smá sögu af mér frá þeim 23. eftir flutningana og við vorum orðin dauð þreytt og ég jafnvel hálf afundinn. Ég þurfti að renna inn til Örebro og þess vegna stakk Valdís upp á því að ég keypti hamborgara handa okkur svo að ekki þyrfti að elda kvöldmat. Jú jú, ég tók það að mér og þegar ég var búinn með önnur erindi í Örebro fór ég i Max hamborgara í Marieberg. Þegar ég kom inn á Max komst ég að því að ég kunni ekki að kaupa hamborgara! Þetta var í allra fyrsta skipti sem ég gerði það einn enda borða ég aldrei hamborgra þegar ég er einn. Stúlkan sem afgreiddi mig fann þetta á sér og var mér þægilega hjálpleg. Án þeirrar hjálpar hefði ég ekki komið heim með sumt af því sem fylgdi í verðinu, svo sem drykk, sugrör og servíettur sem kaupandinn á að sjá um sjálfur. Svona lítill heimsmaður er ég.

Á leiðinni heim kom sjálfur konungur skógarins, stærðar elgur, hægt en ákveðið út á veginn skammt framan við mig. Þá var ekki um annað að ræða en bremsa harkalega. Og þarna rétt fyrir franman mig stóð svo elgurinn salla rólegur, horfði fyrst til hægri móti bílnum og síðan til vinstri, og þar með sá hann að allt var í lagi og hann gekk í rólegheitum yfir veginn og hvarf inn í skóglendi.

Eftir kvöldverðinn tókum við Valdís svolitla hvíld í djúpu stólunum á Sólvöllum og horfðum á vetrarólympíuleika. Fljótlega dottaði ég. Eftir það var komið að kvöldverði fjórfætlinganna úti í vetrinum og kvöldrökkrinu. Epli voru brytjuð ásamt gurlrótum og svo var þessu dreift í snjólausa svæðið við innkeyrsluna hjá bílnum. Ef að vanda lætur hverfur þessi kvöldverður um ellefu leytið. Það er hart í ári hjá þessum dýrum, ekki vegna kulda, heldur vegna snjóþyngsla og erfiðleika við að ná fæðu.


Það eru margar svona slóðir hér í kring um þessar mundir og eftir þessum slóðum taka dýrin sig út á rudd svæði,í fyrsta lagi á kvöldin, og það eru margir sem brytja niður epli og gulrætur á kvöldin og gefa á ákveðnum stöðum. Elgurinn sem ég talaði um áðan hefur sjálfsagt verið svangur líka.


Við hlökkum til vorsins en óneitanlega er þessi veröld falleg líka. Það var sterkt sólskin þegar þessi mynd var tekin.

Þessi sígilda mynd móti Kilsbergen
Og einu sinni enn þessi gamalkunna mynd til norðnorðvesturs móti Kilsbergen sem sjást í fjarska.

Til gamans þetta hér sem ég birti líka í gær. Sólvellir eru undir oddinum á grænu pílunni.

 

http://bit.ly/Solvellir

Það er hann Markku, góður maður og góður finni, sem hjálpar mér með svona. Ég er voða lítill tæknimaður.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0