Enn um snjó

Ég vík út af framhaldsefninu um heiðarleikann í dag. Ég hef verið að hnoðast í öllu mögulegu og ekki getað fest hugann við háleit markmið.

En fyrst. Hún Valdís kona mín er slæm í hné, í sinafestingum segir læknirinn, og það er ekkert að gera grín að. Hún fer aftur til læknis á morgun og hann ætlar að sprauta einhverju galdralyfi í sinafestingarnar og við vonum að þá verði þáttaskil.

Ég er búinn að vera með hálfgert volæði í nokkra daga yfir snjóþyngslunum á Sólvallaþakinu, gamla hlutanum. En volæði skal maður mæta með myndugleik og í dag skellti ég mér á Sólvelli með mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig ég leysti þetta mál. Svo gerði ég það. Eftir á var ég himinlifandi og áhyggjulaus þar sem ég settist niður í Sólvallamatkróknum og drakk nýtt og gott kaffi og át súkkulaðikex með. Ég er búinn að játa lúxuslífið fyrir Valdísi. Nú er klukkan hálf tíu að kvöldi og ég finn ennþá fyrir léttinum eftir að hafa losað þakið.


Þarna vinstera megin er snjódýptin 40 sm en í lægðinni og til hægri 60 sm. Ég held eftir á að þunginn hafi ekki verið eins mikill og ég hélt. Ég er samt glaður. Það er spáð frekari snjókomu og nú má alveg snjóa mín vegna.


Það eru bara snjóhaugar eins og í gamla daga. Þetta er líka á Sólvöllum. Þegar ég kom svo inn til Örebro kom ég við í aðalbækistöðvum Mammons í Örebro, Marieberg, til að gera innkaup fyrir heimilið. Þar horfði ég á snjóhaugana sem búið var að ryðja upp og ég skrökva því ekki, þeir líktust snjóhaugum bæði í Hrísey og á Akureyri eftir stórhríðar þegar búið var að hreinsa götur og plön. Ég er nokkuð góður að giska á í metrum og snjóruðningarnir voru örugglega á fjórða meter sums staðar.

Aðeins um bílinn okkar. Við leigðum kerru á laugardaginn var og eftir það hefur verið eitthvað bévítans vesen á rafkerfinu. Ég kom því við á Fordumboðinu í Marieberg í dag og talaði við strákana á verkstæðinu. Við höfum verið dálítið óheppin með okkar annars góða bíl. Ég nenni ekki að rekja neina bilanasögu en hann Gústav móttökustjóri á verkstæðinu veit um þetta og hann hefur bætt mér þetta upp á svo margan hátt að ég veit varla lengur hvor hefur tapað meira á þessu, við eigendurnir eða verkstæðið. Ég hef getið Gústavs áður á blogginu sem mjög þægilegs manns. Í dag bar ég bílaáhyggjur mínar upp við annan mann sem studnum er í hlutverki Gústavs. Sá hafði mikið að gera og sagði mér að kaupa perur og svo gæti ég fengið lánað skrúfjárn á verkstæðinu og bjargað þessu sjálfu. Svo sá ég að þeir mættust eitt augnablik, þessi maður og Gústaf. Síðan kom hann til mín og sagði að sér væri svo sannarlega skylt að hjálpa mér. Takk Gústav hugsaði ég.

Ég er búinn að skrifa endirinn þrisvar sinnum en hann glatast alltaf svo að nú gefst ég upp.



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0