Lekebergshreppur

Í dag fór ég á Sólvelli í fyrsta skipti í langan tíma. Hann Mikki bóndi var búinn að ryðja opið svæði við innkeyrsluna en þaðan og að húsinu voru svo rúmir 30 metrar af 55 sm djúpum snjó. Mikka var mjög illa við að ryðja alveg að húsinu þar sem jörð er auð undir og þá væri vitað að hann mundi skemma lóðina. Þá var bara að taka því og mitt fyrsta verk var að grafa göng í þennan snjó og gera greiðfæra og fína leið heim að húsinu. Að því búnu gerði ég óvandaðri slóð að geymslum. Svo horfði ég á þakið og það var ekki eins mikill snjór þar uppi og ég eiginlega bjóst við. Það hefur runnið einhver snjór af þakinu eða fokið og upp við veggina er snjórinn mun dýpri en út á lóðinni. Húsið lítur því út fyrir að vera lágt um þessar mundir. Svo kom smiðurinn Anders í heimsókn. Skrýtið. Smiðurinn heitir Anders, rafvirkinn heitir Anders og pípulagningamaðurinn heitir Andreas.

Að þessari heimsókn lokinni spígsporaði ég þarna úti og íhugaði að moka einhverjum snjó af þakinu á morgun. Það er vetrarríki um þessar mundir, það fer ekki hjá því. Svo kom ég heim og horfði á hluta af sjónvarfpsfréttum og þar var talað um snjóþyngsli á þökum. Langt, langt upp í Norrland eru þökin gerð til að þola 250 sentimetra djúpan snjó. Ja, þvílíkt. Þakið á gamla hlutanum á Sólvöllum er að mínu mati frekar veiklega byggt jafnvel þó að það hafi staðið af sér snjóa í 43 ár. Ég ætla að styrkja það til að þessi hugsun snerti mig aldrei framar.
       Framhald undir myndinni.


Nú þurfti ég að senda byggingarfulltrúanum í Lekebergshreppi tölvupóst og til að finna netfangið hjá honum fór ég auðvitað inn á heimasíðu Lekebergshrepps (Lekebergskommun). Þá bara svona skemmtilega á óvart í þessu vetrarríki sé ég allt í einu þessa fallegu mynd sem er auðvitað úr Lekebergshreppi og er mjög dæmigerð fyrir landslag og gróður þar. Og þessi dásamlega tilfinning gagntók mig; svona verður umhverfið kringum Sólvelli næsta sumar, svona ólíkt öllu sem ber þar fyrir augu í dag í öllu vetrarríkinu. Ég hlakka svo sannarlega til vorsins og ég á von á góðum dögum þar í sumar fyrir okkur Valdísi bæði og þá sem vilja gista hjá okkur.


Kommentarer
Rósa

Þetta er næstum alveg eins og útsýnið úr stugunni!



Kveðja,



R

2010-02-06 @ 13:05:23
Guðjón

Þetta landslag og gróðurfar einkennir hreppinn, hitti mann á Sólvöllum í dag sem fannst staðurinn í einstaklega skemmtilegu og fallegu umhverfi.



Kveðja,



GB

2010-02-06 @ 19:50:05
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0