Myndir af dóttursyni

Ja hérnana hér. Nú eru dagar framundan sem ég ræð yfir sjálfur en það er samt ekki þar með sagt að ég verði í fríi. Við erum nefnilega að flytja. Í dag er ég búinn að vera á haugunum og sortera í marga gáma, ekki búslóðinni heldur því sem við erum að henda. Mér finnst gott að sortera og gera ekki eins og í gamla daga að brenna hverju sem var við ófullnægjandi aðstæður. En nú ætla ég ekki að gera meira í dag, en í stað þess ætla ég að leika mér solítið, til dæmis að blogga.

Það er merkilegt þetta með tæknina. Rósa er með þunnan farsíma og ég get ímyndað mér að hann sé á stærð við þrettán spil þegar þau hafa verið lögð í snyrtilegan stokk. Og þetta er ekki bara farsími, heldur einnig regluleg tölva, myndavél, kvikmyndavél og sjálfsagt eitthvað fleira. Allir geta gert sér nokkuð í hugarlund hversu mikið fer fyrir þrettán spilum í bunka. Eitt sinn var ég fréttamaður sjónvarps í Hrísey og fékk þá kvikmyndatökuvél hjá sjónvarpinu sem ég þurfti svo að vinna fyrir með því að senda fréttir. Þessi kvikmyndatökuvél er hérna inni í skáp og nú ætla ég að mæla hana.

Hún reynist rúmlega tvö kíló að þyngd, 40 sm löng, 23 sm há með handfangi sem er ofan á henni og hún er tíu sm breið. Ég held bara að farsíminn hennar Rósu taki jafn góðar myndir og gamla fyrirferðarmikla kvikmyndatökuvélin mín. Ég er að hugsa um að sýna hér tvo filmubúta sem Rósa tók þegar við vorum síðast í Uppsala.

Fyrri filmubúturinn er af því þegar ég var að gefa honum nafna mínum að borða hafragraut sem var bragðbættur með jarðarberjamauki. Í gamla daga þurftum við stundum, og nú segi ég stundum, að vera með alls konar leikaraskap til að fá börnin okkar til að borða, en ég get bara látið ykkur vita það að ég þurfti ekki að vera með neinn leikaraskap við hann dótturson minn. Hann tók við samt. Og gaman var að gefa honum.

http://www.flickr.com/photos/pinkhaddock/4319401089/in/photostream/

Hinn filmubúturinn er af því þegar hann stóð á hnjám mér og við töluðum líflega saman. Við hlógum báðir mikið og það var voða gaman. Amma tók líka þátt í þessum umræðum. Eftir á þegar ég skoðaði þennan filmubút varð ég hissa á því að ég skyldi ekki hafa gert drenginn sjóveikan, svo mikið ruggaði ég honum þar sem hann stóð.


http://www.flickr.com/photos/pinkhaddock/4318189701/in/photostream/

Nú verður þetta blogg ekki lengra enda ekki minna en tvær kvikmyndir í því. En nú vaknar ein spurning; á ég að henda kvikmyndatökuvélinni eða senda honum Boga Ágústssyni hana sem forngrip.


Kommentarer
Rósa

Mikið er þetta sætur lítill drengur! :-)



Og mín uppástunga er að senda vélina til Boga. Það væri fyndið. Annars getur þú örugglega selt hana fólki sem er að safna gömlum vélum.



Kveðja,



R

2010-02-02 @ 11:08:14
Guðjón

Ef ég gæti nú fengið fyrir einni útihurð á Sólvöllum fyrir gömlu vélina, það væri flott.



Kveðja, GB

2010-02-02 @ 13:52:35
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0